Strandapósturinn - 01.06.1972, Blaðsíða 78
1884—1900 og í N-ísafjarðarsýslu 1906—27.
Séra Páll var alþingismaður Strandamanna 1886—1891. Hann
gegndi auk þess mörgum trúnaðarstörfum og var mjög vel látinn
af sóknarbörnum sínum. Hann var kvæntur Amdísi Pétursdóttur
kaupmanns Eggerz. Séra Páll lézt í Vatnsfirði 11. nóv. 1928.
Guðjón Guðlaugsson kaupfélagsstjóri var fæddur 9. des. 1857
á Skarði á Skarðsströnd og voru foreldrar hans Guðlaugur Jóns-
son bóndi á Níp á Skarðsströnd og Björg Tómasdóttir í Galtardal á
Fellsströnd Jónssonar.
Guðjón naut fyrst kennslu í tvo mánuði í unglingaskóla hjá
Torfa í Ólafsdal, en nam síðan búfræði hjá Halldóri Jónssyni að
Laugabóli. Var veturinn 1880—‘81 í Danmörku til aukinnar þekk-
ingar í búfræði. Eftir heimkomuna stundaði hann jarðabótastörf í
Strandasýslu. Árið 1883 hóf hann búskap á Hvalsá í Tungusveit,
var bóndi á Ljúfustöðum 1887—1902, á Kleifum á Selströnd
1902—07 og jafnframt kaupfélagsstjóri frá 1899, kaupfélagsstjóri
á Hólmavik 1907—19, en fluttist þá ti! Reykjavíkur og var bóndi
á Hlíðarenda v. Reykjavík til æviloka.
Guðjón naut mikils trausts héraðsbúa. Hreppstjóri var hann í
Fellshreppi 1887—1902, í Hrófbergshreppi 1916—19 og oftast
hreppsnefndaroddviti 1884—1919. Guðjón var í stjóm Verzlunar-
félags Dalamanna er náði yfir Strandasýslu 1892—99, en er
Strandamenn stofnuðu síðan Verzlunarfélag Steingrímsfjarðar
1899, varð hann formaður þess og framkvæmdastjóri til ársins
1919.
Guðjón gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann var í yfir-
fasteignamatsnefnd landsins 1918—21, í verðlagsnefnd 1920,
gæzlustjóri Söfnunarsjóðsins 1922—32, var einn af aðal hvata-
mönnum að stofnun Búnaðarsambands Vestfjarða og í stjóm þess,
í stjórn Búnaðarfélags Islands 1919 til 1924 og um tíma endurskoð-
andi Landsbankans.
Fyrri kona hans var Ingibjörg Magnúsdóttir frá Miðgili i
Laugadal seinni kona Jóney Guðmundsdóttir frá Felli í Kollafirði-
Guðjón var frjálslyndur og víðsýnn framfaramaður, einlægur,
einbeittur og djarfur fulltrúi bændastéttarinnar, sem og votta þau
76