Strandapósturinn - 01.06.1972, Blaðsíða 102
Guðmundur R. Guðmundsson, Bœ:
Refaeldi í Grímsey
Steingrímsfjörður er stærsti fjörðurinn, sem liggur í vestur inn
úr Húnaflóa. I mynni hans er Grímsey. Þetta er stór eyja tæpir
2 km á lengd og um 180 m. há. Hún liggur undir jörðina Bæ á
Selströnd. Aður var hún eign Skálholtsstóls, keypt undan honum
23. febrúar 1791 á 44 ríkisdali. I sama sinn, líklega sami kaup-
andi, var Skálholtsvík keypt af biskupsstólnum á 315 ríkisdali og
22 sk. 1805 á Bær orðið eyjuna og hefur þar sumarbeit og vetrar-
göngu fyrir hesta.
Ýmsar rústir eru í eynni og fjöldi örnefna. Fyrr á öldum hefur
verið hlaðinn garður þvert yfir eyna og girtur af þg hluti hennar,
þar sem túnin voru. Byrgi hefur verið hlaðið þar í svokölluðum
Byrgisbás og stendur það enn. Er þó nokkurra alda gamalt. Eftir-
sótt þótti að hafa sauðfé í eynni að vetri til, því varla kemur
fyrir að taki þar fyrir beit. Og þótti góður heyskapur að hafa
eina sátu af heyi fyrir kindina yfir veturinn. Meðan fjármenn
fengust til að vera þar, voru þar oftast um 200 fjár á fóðrúm yfir
veturinn. Síðan 1940 hafa þó ekki verið þar kindur allan veturinn,
en þá voru hafðar þar nokkrar kindur yfir sumarið og fram til
hátíða. Dálítið æðarvarp er í eynni og gæti verið miklu meira, ef
villiminkurinn færi ekki þangað og fældi og dræpi allan fugl, þar
sem hann er eða kemur að varplandinu á vorin. Geysilegur fjöldi
er þar af lunda, fýl og kríu en ekkert af þessum fuglum er nytjað,
hvorki fýll né lundi en dálítið hirt af kríueggjum. Sjálfsagt gæti
orðið þarna mikið æðarvarp, en minkur og svartbakur hafa spillt
því.
Árið 1886 fluttust að Bæ á Selströnd hjónin Eymundur Guð-
100