Strandapósturinn - 01.06.1972, Blaðsíða 66
þrítugsaldri þá er kosning fór fram. Maður var þó kjörgengur
einungis í því amti, sem fasteign hans var í, en hvergi utan þess.
Samkvæmt framangreindri tilskipan var Strandasýsla eitt kjör-
dæmanna. Við útgáfu fyrstu kjörskrár sýslunnar bar þar 31 manni
réttur til kosningar. Kjörstaðurinn var Broddanes í Broddanes-
þinghá.
KJÖRFUNDIR.
Hinn fyrsti kjcrfundur til alþingiskosninga í Strandasýslu var
skv. undangengnu fundarboði haldinn á Broddanesi 17. maí 1844
af þáverandi sýslumanni, Jóni Jónssyni kammerráði og bónda að
Melurn í Hrútafirði.
I kjörstjórn auk sýslumanns voru séra Halldór Jónsson, Trölla-
tungu og Ásgeir bóndi Einarsson í Kollafjarðarnesi. Skv. gildandi
kosningalögum var á kjörskrá í kjördæminu 31 kjósandi, en af
þeim voru rnættir 20. Kosning fór fram í heyranda hljóði með
nafnakalli.
Kosinn var Ásgeir bóndi Einarsson í Kollafjarðamesi með 19
atkvæðum, en varamaður hans Þorvaldur Sívertsen bóndi í
Hrappsey með 14 atkvæðum.
Árið 1851 em kosnir fyrir Strandasýslu tveir fulltrúar til að
sækja Þjóðfundinn, sem með konungsbréfi 5. maí 1850 var boðað-
ur og skyldi koma saman 4. júlí 1851.
Kosnir voru Ásgeir bóndi Einarsson og Þórarinn prestur Kristj-
ánsson á Prestbakka.
Árið 1855 er Jón Pétursson háyfirdómari varaþingmaður og
situr á Alþingi fyrir Ásgeir Einarsson. Jón hafði þá verið sýslumað-
ur Strandamanna frá 1844—1847.
Árið 1857, þann 21. sept., var kjörfundur haldinn að Brodda-
nesi af þáverandi sýslumanni, Jóhannesi Guðmundssyni, til að
kjósa til Alþingis. Mættir vora 19 kjósendur af 161, sem voru á
kjörskrá, svo að heldur hefur nú kjörsókn verið léleg.
Kosinn var Ásgeir Einarsson með 18 atkvæðum og varaþing-
maður Torfi Einarsson bóndi á Kleifum með 14 atkvæðum.
Næsti kjörfundur er haldinn að Broddanesi 3. okt. 1864 af
þáverandi sýslumanni, Sigurði E. Sverresen, til að kjósa alþingis-
64