Strandapósturinn - 01.06.1972, Blaðsíða 82
í Reykjavík. Foreldrar hans vom Þórhallur Bjamason síðar biskup
og k.h. Valgerður Jónsdóttir.
Tryggvi varð stúdent í Reykjavík 1908, cand. phil. í Kaup-
mannahöfn 1909 og cand. theol. 1912 í Reykjavík. Vígður prestur
í Hestþingum í Borgarfirði 1913, fékk lausn 1917. Hann var rit-
stjóri Tímans 1917—24, forsætisráðherra íslands 1927—32 og
gegndi jafnframt nokkmm öðmm ráðherraembættum. Bankastjóri
Búnaðarbankans 1932—35, formaður Búnaðarfélags íslands 1925
til dauðadags, formaður Framsóknarflokksins til 1933, formaður
Bændaflokksins 1933—35, forseti Sameinaðs Alþingis 1933 Trygg\'i
var kvæntur Onnu Klemensdóttur landritara og ráðherra Tóns-
sonar. Tryggvi var þingmaður Strandamanna 1924—1933. Hann
lézt 31 júlí 1935.
Tryggvi Þórhallsson náði fliótt hylli og vinsemd kjósenda hér
í héraðinu. Hann var glæsimenni, léttur og alþýðlegur í máli, fróð-
ur og skemmtilegur. Hann virtist hafa góða þekkingu á málefnum
bænda og áhuga fyrir umbótum á sviði landbúnaðar.
Fyrir kynni sín af íbúum héraðsins samdi hann drög að ættum
Strandamanna. Er það rit í handriti og framhald af því er að
nokkm hið mikla ritverk Æviskrár Strandamanna eftir séra Jón
Guðnason fyrrv. skjalavörð.
Hermann Jónasson fyrrum forsœtisráðherra er fæddur 25. des.
1896 á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð. Foreldrar hans vom Jónas
bóndi og smiður Jónsson og kona hans Pálína Bjömsdóttir ljós-
móðir. Hann varð stúdent 1920, cand. jur. 1924.
Hermann Jónasson hefur gengt fjöldamörgum mikilsverðum
embættum og trúnaðarstörfum. Hann var lögreglustjóri Reykja-
víkur 1929 til 1934, forsætisráðherra 1934 til 1942 og gegndi að
auki öðmm ráðherraembættum. Formaður Framsóknarflokksins
1944—62.
Landbúnaðarráðherra 1950 til 1953, forsætisráðherra 1956 til
1959. Er þá fátt eitt talið af umfangsmiklum trúnaðarstörfum
Hermanns Jónassonar.
Hann er kvæntur Vigdísi Steingrímsdóttur trésmíðameistara i
80