Strandapósturinn - 01.06.1972, Blaðsíða 117
Austur-Barðastrandasýslu og seinni kona hans Sigríður Jónsdóttir
frá Mýrartungu í sömu sveit. Hann kvæntist Guðbjörgu Einarsdótt-
ur á Sandnesi í Steingrímsfirði, fædd 1871. Foreldrar
hennar voru Einar Einarsson Gíslasonar og Soffía Torfadóttir al-
þingismanns á Kleifum. Þau bjuggu á Bólstað frá 1866—1883, en
þá fluttu þau að Sandnesi og bjuggu þar til æviloka.
Að þeim látnum tóku þau við búi Sigvaldi og Guðbjörg.
Sandnes var á þeim árum í þjóðbraut ferðamanna, er leið áttu
um Strandir, suður og norður um Steingrímsfjörð, var vítt rómuð
þeirra gestrisni og fyrirgeiðsla öll. Þvi kvað Benjamin Ólafsson.
Sandnesbóndinn Sigvaldi
sinnishýr og glaður.
Fyrir greiða og gestrisni
gjörist þjóðlofaður.
Sigvaldi tók mikinn þátt í félagsmálum í héraði, sat lengi í
sýslunefnd og sveitarstjórn. Hann var fræðimaður víðlesinn.
Um Sigvalda hefur merkur samtíðarmaður hans sagt:
„Hann bætti jörð sína mikið, var aldrei talinn efnaður, en vel
bjargálna, sat þó um langt skeið undir miklum gestagangi. Hann
var hæfileikamaður bókhneigður, lesinn og minnugur. Lagði jafn-
an gott til mála, samvinnuþýður, hélt vel á sínu máli, en þó enginn
of urkappsmaður. “
Börn þeirra hjóna, Sigvalda og Guðbjargar, sem upp komust:
Einar: nú látinn, var kvæntur Helgu Bjarnadóttur frá Klúku í
Bjamarfirði. Hún lifir mann sinn.
Soffía: ógift, búsett í Reykjavík.
Olafur: bóndi á Sandnesi, kvæntur Brynhildi Jónsdóttur frá
Bjamanesi.
Ingibjörg: gift Ingimundi Ingimundarsyni bónda á Svanshóli.
II. Jón Þórðarson — Guðbjörg Jónsdóttir.
Jón var fæddur 31. okt. 1878, d. 2. febr. 1955. Foreldrar hans
voru Þórður Sigurðsson í Stóra-Fjarðarhomi og k. h. Sigríður
Jónsdóttir. Hann kvæntist Guðbjörgu Jónsdóttur frá Broddanesi.
115