Strandapósturinn - 01.06.1972, Blaðsíða 74
Fyrir kommúnistaflokkinn og Alþýðubandal. Haukur Helgason
hagfræðingur Reykjavík, Gunnar Benediktsson, rithöf., Hvera-
gerði og Steingrímur Pálsson, Brú.
ÞINGMENNIRNIR
Asgeir Einarsson var fæddur að Kollafjarðamesi 23. júlí 1809.
Hann var sonur hjónanna Einars Jónssonar bónda og danne-
brogsmanris þar og síðari konu hans, Þórdísar Guðmundsdóttur
frá Seljum í Helgafellssveit. Var Guðmundur á Seljum orðlagður
hreystimaður og em um afrek hans skráðar margar sagnir.
Tvíburabróðir Ásgeirs var Magnús bóndi á Hvilft í Onundar-
firði, mikill vin og samherji Jóns Sigurðssonar og um tímabil vara-
þingmaður í ísafjarðarsýslu. Er drengimir vora nýfæddir er haft
eftir Jóni, föður Einars: „Aldrei hefur Guð verið naumgjöfull
við Einar minn.“
Nær Ásgeir Einarsson var nýfæddur og skírður, var sagt við
föður hans:
Ég vil fá, þinn Ásgeir sjá,
að honum gá, og fyrir spá,
blessan frá af himni há
og hauðrið fá ég legg það á.
(séra Hjálmar í Tröllatungu)
Ásgeir byrjaði búskap í Kollafjarðarnesi og verður strax á
fyrstu búskaparárum sínum með gildustu bændum í héraðinu, og
forystumaður í héraðsmálum. Hafa þeir Kollafjarðamessbræður
orðið það sem sjálfkjömir. Hyggindi, djörfung og stórbrotin skap-
gerð, sem hafin var yfir allan kotungshátt samtíðarinnar, ein-
kenndi þá báða.
Á greftranardegi Einars föður þeirar er stofnað Lestrarfélag
Tröllatunguprestakalls og var það eitt fyrsta félag sinnar tegundar
með þjóðinni.
Er fyrsti alþingismaður skyldi kosinn fyrir Strandasýslu er aug-
ljóst af fundargerðabók, að enginn kemur annar til greina en
Ásgeir. Var Ásgeir meðal yngstu þingmanna, en hlaut þegar
traust og álit samþingsmanna sinna.
72