Strandapósturinn - 01.06.1972, Blaðsíða 41
Veturinn 1901—2, rak hafís inn á Húnaflóa og gerði hafþök,
sem kallað var, fljótt varð ísinn samfrosta og mátti ganga utan
við firði og nes. Það var snemma á föstunni, sem ísinn rak að landi
°g fylgdu honum frost og hríðarveður í fyrstu, en veðurfar batn-
aði er frá leið, en þó var alltaf mikið frost.
Þá var það, að bændur í Trékyllisvík lögðu út hákarlafærum
til að vita hvort hákarl væri genginn, en það var algengt þegar
ísavetur vom, að veiða hákarl upp um ísinn. Fyrstur til að leggja
út færum, var Jón Pétursson bóndi í Stóru-Ávík. Hákarlamiðið
sem lagt var á, hét „Á fjallinu“, en það er þegar Byrgisvíkurfjall
kemur fram undan Kjörvogsmúla og þvermið var kirkjan í Ár-
nesi yfir Fljótshamar á Árnesey. Þar er mest dýpi á Trékyllisvík
°g þaðan lá straumur inn í flóann. Stöng með poka á var sett
föst niður í ísjaka og vísaði hún veginn þangað sem færin voru, göt
voru höggvin í ísinn með jámkörlum og skóflum og fæmm rennt
þar niður. Þá var tekið grunnmál, það er, að færið var dregið ca.
fjóra faðma frá botni og efri enda þess fest um sterkan tréhæl, er
var rekinn niður í ísinn og snjórinn troðinn vel í kringum hann,
39