Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 14

Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 14
þegar hann kom í brekkurnar stoppaði hann og þýddi ekkert að reyna að fá hann af stað fyrr en honum sýndist, en þá fór hann án nokkurrar hvatningar og þá svo hratt að erfitt var að fylgja honum. Neisti var mjög túnsækinn og stökk oft yfir túngirðinguna heima. Minna gerði hann að því eftir að hann fór að eldast, treysti sér ekki eins vel og áður. Einn morgun framan af vetri, tók ég eftir því, þegar ég kom út, að Neisti stóð innan við túngirð- inguna neðst í túninu. Ég hugsaði ekki frekar um þetta og gekk til starfa minna. Leið svo fram að hádegi, þá kem ég heim og veiti því þá eftirtekt að ennþá stóð Neisti í sömu sporum. Mér fór nú að finnast þetta einkennilegt og gekk ofan eftir til hans. Þá kom i ljós að Neisti var fastur í túngirðingunni. Hann hafði reynt að stökkva yfir þarna, en ekki náð sér nógu hátt og lenti með báða afturfætur á milli efstu og næstefstu snúrunnar og var efsta snúran strengd upp í nára hestsins. Ég var handfljótur að ná mér í töng til að klippa vírinn í sundur og losa hestinn. Síðan skoðaði ég hann vandlega, það gat ekki heitið að sæist neitt á honum, aðeins þar sem gaddarnir á vírnum höfðu stungist í hann vætlaði örlítið blóð, en hann var ekkert rifinn. Þarna var hann búinn að standa í sömu sporum kannski mestalla nóttina og fram á há- degi. Hin meðfædda greind hestsins kom í veg fyrir að hann hreyfði sig. Hann vissi að ef hann gerði það eitthvað að ráði mundi hann rífa sig og enginn vafi er á því að hefði hann gert það mundi hann hafa farið svo illa að hann hefði varla beðið þess bætur, og sennilega orðið að fella hann. Tveimum vetrum síðar, einnig framan af vetri, veitti ég því eftirtekt er ég kom út um morgun, að hestur lá á hliðinni nokkuð innan við túngirðinguna, þetta var nokkuð undarlegt að hestur skildi liggja þarna, því fremur kalt var í veðri. Á leið minni ofan eftir var ég að hugsa um að hesturinn hlyti að vera veikur eða kannski dauður. Þegar ég kom að hestinum sá ég að þetta var Neisti. Hann var bráðlifandi leit bara á mig, en hreyfði sig ekki. Fennt hafði í hægviðri um nóttina og var nokkur lausafönn á jörð og því sá ég ekki strax hvað að var. Vírflækja hafði legið þarna og var nú í kafi í fönninni og því hafði hesturinn ekki séð hana en gengið í hana og 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.