Strandapósturinn - 01.06.1979, Síða 14
þegar hann kom í brekkurnar stoppaði hann og þýddi ekkert að
reyna að fá hann af stað fyrr en honum sýndist, en þá fór hann án
nokkurrar hvatningar og þá svo hratt að erfitt var að fylgja
honum.
Neisti var mjög túnsækinn og stökk oft yfir túngirðinguna
heima. Minna gerði hann að því eftir að hann fór að eldast,
treysti sér ekki eins vel og áður. Einn morgun framan af vetri, tók
ég eftir því, þegar ég kom út, að Neisti stóð innan við túngirð-
inguna neðst í túninu. Ég hugsaði ekki frekar um þetta og gekk
til starfa minna. Leið svo fram að hádegi, þá kem ég heim og
veiti því þá eftirtekt að ennþá stóð Neisti í sömu sporum. Mér fór
nú að finnast þetta einkennilegt og gekk ofan eftir til hans. Þá
kom i ljós að Neisti var fastur í túngirðingunni. Hann hafði reynt
að stökkva yfir þarna, en ekki náð sér nógu hátt og lenti með
báða afturfætur á milli efstu og næstefstu snúrunnar og var efsta
snúran strengd upp í nára hestsins. Ég var handfljótur að ná mér
í töng til að klippa vírinn í sundur og losa hestinn. Síðan skoðaði
ég hann vandlega, það gat ekki heitið að sæist neitt á honum,
aðeins þar sem gaddarnir á vírnum höfðu stungist í hann vætlaði
örlítið blóð, en hann var ekkert rifinn. Þarna var hann búinn að
standa í sömu sporum kannski mestalla nóttina og fram á há-
degi. Hin meðfædda greind hestsins kom í veg fyrir að hann
hreyfði sig. Hann vissi að ef hann gerði það eitthvað að ráði
mundi hann rífa sig og enginn vafi er á því að hefði hann gert
það mundi hann hafa farið svo illa að hann hefði varla beðið þess
bætur, og sennilega orðið að fella hann. Tveimum vetrum síðar,
einnig framan af vetri, veitti ég því eftirtekt er ég kom út um
morgun, að hestur lá á hliðinni nokkuð innan við túngirðinguna,
þetta var nokkuð undarlegt að hestur skildi liggja þarna, því
fremur kalt var í veðri. Á leið minni ofan eftir var ég að hugsa um
að hesturinn hlyti að vera veikur eða kannski dauður. Þegar ég
kom að hestinum sá ég að þetta var Neisti. Hann var bráðlifandi
leit bara á mig, en hreyfði sig ekki. Fennt hafði í hægviðri um
nóttina og var nokkur lausafönn á jörð og því sá ég ekki strax
hvað að var. Vírflækja hafði legið þarna og var nú í kafi í
fönninni og því hafði hesturinn ekki séð hana en gengið í hana og
12