Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1979, Side 16

Strandapósturinn - 01.06.1979, Side 16
en Neisti var farinn í burtu. Þegar ég athugaði pokann, sá ég að við eitt horn hans var gat, þó ekki stórt og hafði hesturinn annað hvort notað tennur eða skaflinn, því hann var skaflajárnaður, til þess að rífa pokann. Síðan hlýtur hann að hafa tekið í hinn enda pokans með tönnunum og lyft pokanum upp. Ég sópaði öllu upp í pokann aftur og giskaði ég á að í hann vantaði 2—3 kg. Ég var hálfhræddur um að Neista yrði meint af þessu en svo varð ekki. Mig undraði hvað hesturinn fór snyrtilega að þessu að eyðileggja ekki meira en það sem hann át. Flestir hestar hefðu troðið á fóðrinu og krafsað í sundur með fótunum. Vor eitt var ég í vegavinnu, í vinnuflokki í heimasveit minni og hafði Neista með mér og var hann þar í notkun eins og aðrir vegavinnuhestar. Við lágum í tjöldum, en vegavinnuhestarnir voru látnir ganga lausir að nóttunni. Fyrstu tvo dagana gekk allt tíðindalaust, en að morgni þriðja dagsins kemur verkstjórinn til mín og segir að nú sé Neisti horfinn. Ég sagðist ekki trúa því, vegna þess að ég hafði langa reynslu fyrir því að hann stryki aldrei, en hann gæti átt það til að fela sig, ef hann rækist á stað sem vel væri til þess fallinn. Ég fann að verkstjórinn trúði mér ekki og eftir skamma stund var hann farinn inn að Kjörseyri að leita að klárnum. En hann var ekki þar og heldur ekki á næstu bæjum og enginn hafði orðið var við hann. Þessi leit verkstjórans stóð í tvo daga. Þá kemur hann aftur tii mín og spyr hvað ég haldi um hestinn, kannski lægi hann veikur eða dauður einhvers staðar. Ég sagðist ekki vera hræddur um hestinn. Hann væri einhvers staðar hér nærri, sennilega í felum að deginum, en á beit á nóttunni. Verkstjórinn hristi höfuðið og gekk frá mér en eitthvað mun hann hafa leitað í kring án árangurs. Hann bað mig ekki að leita og ég bauð honum það heldur ekki. Leið nú svo vikan. A laugardag er ákveðið að taka upp tjöldin og flytja allan farangur á annan stað, innar í sveitinni. Er við höfðum lokið við að búa út á vagnalestina lögðum við af stað. Við höfðum ekki farið nema örskamman spöl, er ég tek eftir því að hestur stendur uppi á fjalli því er var rétt suðvestur af tjaldstaðnum. Ég kalla upp og segi: „Þetta mun vera Neisti.“ Lestin stansaði og horfðu allir undrandi á klárinn, sem labbaði í 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.