Strandapósturinn - 01.06.1979, Síða 18
Jóhannes frá Asparvík:
Fróðleiksmolar
Asmundarjárn
Járn það, sem fluttist til íslands á einokunartímanum var
tvennskonar. Ásmundarjárn eða Blástursjárn og Fellujárn.
Blásturjárn var það kallað, er fyrst rann saman í kökk eða hellu
úr afli rauðasmiðjunnar. Var það býsna sorakennt og hrufótt að
utan, en reyndist oft vel til bits. Þessir járnkekkir voru mjög
mismunandi að stærð og lögun, sumir hnöttóttir, aðrir aflangir,
en flötur á þeim flestum og voru þeir kallaðir „Ásmundar“.
Ásmundarjárn var því óhreinsað járn eins og það kom úr fyrstu
bræðslunni, en Fellujárn var tvíbrætt og rekið. Oft var bæði
Kaldór og Rauðbrot í járninu, þótti hvorttveggja slæmt, en
rauðbrotið þó verra, því það kom ekki fram fyrr en farið var að
smíða úr járninu og var þá ekki hægt að skila því aftur.
Eins og kunnugt er tíðkaðist rauðablástur hér á landi á sum-
um stöðum á landnámsöld og enn er getið um rauðasmiðju hér á
landi um miðja 15. öld.
Aö nota kartöflur ístaðinn fyrir
sápu til þvotta
Teknar voru nokkrar óskemmdar kartöflur, plokkað af þeim
hýðið og marðar vel í mauk, því næst var maukið sett í sigti, sem
oftast var strigi og hellt á það hreinu vatni og pressað vel svo
kartöflumaukið samlagaðist vatninu, sem var látið renna í hreint
ílát. Það sem settist á botninn, mátti nota sem línsterkju (Stí-
velsi), en úr vatninu voru þvegin föt og var talið jafngott og úr
sápuvatni.
16