Strandapósturinn - 01.06.1979, Qupperneq 19
Að spara Ijósmeti
í gamla daga var lýsi nær eingöngu notað til ljósa, en oft var
lítið til af því og þurfti að gæta sparnaðar með það. Til ýmissa
ráða var þá tekið og skal getið hér tveggja aðferða er viðhafðar
voru.
Matarsalt var látið í bolla og hellt á það hreinu vatni og látið
standa þar til saltið var runnið. Vatnið mátti ekki vera meira en
það, að rétt flyti yfir saltið í bollanum. í þessu saltvatni voru
kveikirnir vættir og settir strax í lampann, ef vatnið var meira en
fór í kveikina, var afgangurinn settur saman við jafnmikið magn
af lýsi og hrært vel saman og því síðan hellt í lampann.
Annað ráð um sama efni
Tekið var jafnmikið af vaxi, hvalambri og álúni og leyst upp í
heitu vatni. Þegar þetta var orðið uppleyst, voru bómullar-
kveikir vættir í þessari upplausn og hengdir upp, án þess að
strjúka þá og látnir kólna þannig , því næst voru kveikirnir
notaðir í lampana.
Ráð til að spara kerti
Þegar kerti voru steypt úr tólg, var byrjað á að bræða alla
tólgina, þvínæst var látið í hana 1 lóð af smámuldu álúni, á móti
hverjum 20 lóðum af tólg. Þegar álúnið var þannig orðið upp-
leyst í tólginni voru kertin steypt. Þau urðu vel hvít, runnu ekki
niður og loguðu vel, en hægt og rólega.
I gamla daga, áður en skilvindan kom til sögunnar, var
mjólkin látin i byttur og trog og ílátin látin standa þar til rjóm-
mn hafði sest ofan á mjólkina. Byttumar voru þannig útbúnar,
að tappi var í þeim neðst við botninn og er mjólkin var sett, það
er rjóminn sestur ofan á, var tappinn tekinn úr byttunni og rann
þá undanrennan út um tappagatið, en rjóminn settist á botn
byttunnar, því tappanum var stungið í áður en hann næði til að
2
17