Strandapósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 22
var þá við brjóstþyngslum blandað saman kandíslegi og fjalla-
grasaseyði og tekið inn í smáskömmtum.
Skarfakál, var allmikið notað, sem holl og góð fæða, það var
talið besta lyf við skyrbjúg.
Rjúpnalauf Ljónslöpp og Blóðberg, var soðið saman og seyðið talið
mjög hollur drykkur, talið gott lyf við efnaskorti.
Arfi, var notaður til lækninga á bólgur og liðagigt, var þá
annaðhvort legið í arfabing, eða arfi settur á bólguna sem
bakstur og þá settar umbúðir yfir.
Skollaeldur var stundum notaður á sár, er blæddi mikið, til að
stöðva blóðrás.
Grœðismyrsl var búið til úr Lyfjagrasi, Jakobsfífli, Myrru,
Mellefolíu og Ljónslöpp. Grösin voru soðin og seyðið sett saman
við nýtt ósúrt smjör. Ur þessu varð þykkt, mjúkt, hvítt smyrsl
sem var notað við sár og bruna.
Ef maður stakk sig á ryðguðum nagla, var settur kopar við sárið
og talið að koparinn drægi öll óhreinindi út úr sárinu.
Andanefjulýsi var notað bæði sem áburður og inntaka, það var
tekið inn við hægðaleysi og ýmsum magakvillum, en borið á við
taugakvillum, svo sem, ef fótur eða handleggur var að kreppast,
ennfremur við stirðleika í liðamótum og vöðvum. Ég sá aldrei
notað andanefjulýsi, en heyrði gamalt fólk segja frá þessu.
Járnmeðal eða blóðaukandi meðal var þannig búið til: Tekið var
hreint uppsprettuvatn, 1 lítri, og sett í hreina skál. Þvínæst var
tekinn bútur af hreinu stáli og hitaður í smiðjueldi þar til hann
varð hvítglóandi heitur, þá var hann tekinn með smiðjutöng og
látinn í vatnið í skálinni hægt og rólega og haldið í vatninu þar
til stálið var orðið kalt. Þetta var gert þrisvar sinnum, þá var
meðalið tilbúið til neyslu. Tekin var ein lítil skeið á dag.
20