Strandapósturinn - 01.06.1979, Síða 27
Sveinsína Ágústsdóttir
frá Kjós:
Minningabrot
Carl Jensen og Sigríður P.Jensen,
Reykjarfirði.
Árið 1906 kom Carl F. Jensen og Sigríður Pétursdóttir Jensen,
glæsileg hjón, nýlega gift á Kúvíkur og settu þar upp verslun.
Byggði hann þegar krambúð ásamt stóru íbúðarhúsi, geymslu og
öðru er að verslun laut, þar á meðal trébryggju sem vélbátar
þeirra tíma gátu lagst við. Var þar mikið um sjómenn að vestan
er fengu uppsátur yfir sumarið, því stutt var þá á fengsæl fiski-
mið á Húnaflóa. Keypti Jensen af þeim aflann sem hann lét
verka, var þar um töluverða vinnu að ræða. Fiskurinn var að
þeirra tíma sið saltaður og vaskaður, síðan að fullu þurrkaður. Er
ekki að efa að þar hefur verið fyrsta flokks vara til útflutnings.
Það var býsna margt er gaf að líta í hinni björtu og rúmgóðu
krambúð og sumt af því nýstárlegt. Augu barna staðnæmdust
við brúður sem létu aftur augun, lúðra, bolta, munnhörpur,
hárborða og leggingar á kjóla og svuntur, einnig var um margs-
konar álnavöru að ræða og stumpasirs sem gat þénað í ótrúlega
margt svo sem í sængurver, kjóla, svuntur, treyjur, klúta og
fleira. Oft var hægt að fá fyrir reitulagðana eitthvað af fyrrtöldu,
25