Strandapósturinn - 01.06.1979, Síða 28
eða þá eitthvað gott í munninn sem oft varð fyrir valinu. Fyrir
ungar stúlkur og giftar konur var úr ýmsu að velja þar sem flestar
gengu þá á íslenskum búningi sparilega, því klæði og allt til
peysufata var ávallt til, slifsi, svuntuefni, sjöl og slæður, öll var
varan sérlega vönduð hvort sem var um matvöru, álnavöru eða
búsáhöld að ræða, ending þeirra var alveg ótrúleg. Kringlur,
tvíbökur og biskví finnst þeim er þá tíma muna þeir aldrei hafi
síðan í líkingu við það bragðað, þetta var allt danskt brauð.
Allur húsbúnaður og heimilishald var að sið kaupstaðabúa í
fremstu röð. Ungu hjónin samlöguðu sig fljótt umhverfinu,
smám saman urðu umsvifin meiri, þau fóru að eignast bústofn,
fyrst bleika hryssu sem frúin átti og var hlemmivökur, svo komu
kýr og kindur, hænsni höfðu þau alla tíð, sem þá var ekki al-
gengt. Fyrst um sinn varð að fá heyskap handan fjarðarins á
svokölluðum Sætrum í Kjörvogs landareign, þar voru heygæði
mikil og fóðraðist vel á þeim. Einnig var heyjað í Reykjarfjarð-
ardal, af báðum þessum stöðum varð að fara sjóleið með heyið og
fyrst að reiða það til sjávar, það var því erfiður heyskapur sem
þarna var um að ræða. Síðar eignaðist Jensen hálfar Kúvíkurnar
og jókst þá heyskapurinn að miklum mun.
í fjölda ára átti hann mótorbátinn Andey sem hann gerði út.
Voru hákarlaveiðar þá stundaðar af forsjá og kappi og margur
þar þar góðan hlut frá borði. Skipstjóri var Magnús Hannibals-
son, alkunnur sjósóknari og aflamaður.
Umsvifin jukust og gestagangur var mikill því marga bar þar
að garði, háa og lága. Um hríð var Jensen oddviti hreppsins og
formaður sóknarnefndar um langt skeið. Á meðan slátrun stóð
yfir á haustin var mikið um að vera á heimilinu þar sem allir
komu að kvöldi til og gistu yfir nóttina, slátrunin stóð yfir langt
fram á haust því aðstaða var erfið að þeirra tíma sið. Allir fengu
mat og kaffi meðan á slátrun stóð.
Eftir að læknar fóru að sitja á Kúvíkum voru þeir í húsi
Jensens, það var upphaflega byggt sem tvíbýlishús og hentaði
þvi vel til að leigja þann hluta sem ónotaður var. Læknar voru
búnir að sitja þar nokkur ár áður en læknisbústaður var byggður
í Árnesi. Var þá erfiðum ferðalögum að mestu aflétt, að vísu var
26