Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 34

Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 34
laus fram undir jól. Fyrrihluta desembermánaðar voru miklar rigningar, svo jörð varð gljúp og vatnsósa. Seinnihluta dags um miðjan desember þetta ár, losnaði skriða úr Eyrarhlíð og munu upptök hennar hafa verið um miðja hlíðina. Skriðan mun hafa verið 150-200 metra breið. Nokkur hluti hennar lenti í víkinni sunnan við eyrina, en hinn hlutinn rann yfir túnið og fór beint á fjárhús og hlöðu sem voru sunnarlega á túninu. Hlaðan var úr steinsteypu og veitti hún nokkurt viðnám, en veggir brotnuðu og féllu inn. Fjárhúsin sem voru úr torfi að mestu leyti, féllu líka. Svo heppilega vildi til að féð var ekki í húsunum. Smalinn var kominn með féð heim á húsahlað. En þegar féð heyrði í skriðunni varð það hrætt og tók sprett norður á túnið, og það bjargaði því. Hrútar voru inni í húsunum, en þeir voru grafnir lifandi og óbrotnir úr rústunum. Aðal verslunarhús kaupfélagsins sem þá var að mestu úr timbri, stóð á upphleyptum grunni, og voru tvær til þrjár tröppur upp að fara, inn í sölubúðina. Allt í kringum verslunarhúsið, nema að austan, voru skúrar þar sem allskonar vörur og dót var geymt, meðal annars var einn þeirra notaður til gærusöltunar að haustinu, og var hann fullur af gærum. Eins og áður er getið féll nokkur hluti skriðunnar í sjóinn við víkurbotninn dg orsakaði mikla flóðöldu. Þegar að þetta skeði var allmargt fólk í sölubúð kaupfélagsins, meðal annarra ungur piltur, Sigurgeir sonur Þorkels Guðmundssonar bónda á Óspakseyri. Honum var gengið út úr búðinni, en kemur snögg- lega inn aftur og kallar til fólksins, að sjórinn sé að koma. Það skipti engum togum að um leið skall flóðaldan á húsunum og sópaði skúrunum burtu, nema þeim sem stóðu norðan við verslunarhúsið. Þar brustu veggir og þakið féll niður, en sjálft verslunarhúsið sakaði ekki. Gærurnar flutu í burtu og stöðvaðist hluti þeirra í laut austan við verslunarhúsið og sat þar í c.a. 1 meters háum stöplum. Töluvert af þeim flaut lengra og ataðist mold og leir og varð meira og minna ónýtt. Einnig eyðilagðist að mestu vörur og annað sem geymt var í skúrunum. Tveir eða þrír uppskipunarbátar stóðu á fjörukambinum neðan við sölubúð- ina. Fólkið sem statt var í búðinni sá bátana koma siglandi, og 32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.