Strandapósturinn - 01.06.1979, Qupperneq 34
laus fram undir jól. Fyrrihluta desembermánaðar voru miklar
rigningar, svo jörð varð gljúp og vatnsósa. Seinnihluta dags um
miðjan desember þetta ár, losnaði skriða úr Eyrarhlíð og munu
upptök hennar hafa verið um miðja hlíðina. Skriðan mun hafa
verið 150-200 metra breið. Nokkur hluti hennar lenti í víkinni
sunnan við eyrina, en hinn hlutinn rann yfir túnið og fór beint á
fjárhús og hlöðu sem voru sunnarlega á túninu. Hlaðan var úr
steinsteypu og veitti hún nokkurt viðnám, en veggir brotnuðu og
féllu inn. Fjárhúsin sem voru úr torfi að mestu leyti, féllu líka.
Svo heppilega vildi til að féð var ekki í húsunum. Smalinn var
kominn með féð heim á húsahlað. En þegar féð heyrði í skriðunni
varð það hrætt og tók sprett norður á túnið, og það bjargaði því.
Hrútar voru inni í húsunum, en þeir voru grafnir lifandi og
óbrotnir úr rústunum. Aðal verslunarhús kaupfélagsins sem þá
var að mestu úr timbri, stóð á upphleyptum grunni, og voru tvær
til þrjár tröppur upp að fara, inn í sölubúðina. Allt í kringum
verslunarhúsið, nema að austan, voru skúrar þar sem allskonar
vörur og dót var geymt, meðal annars var einn þeirra notaður til
gærusöltunar að haustinu, og var hann fullur af gærum.
Eins og áður er getið féll nokkur hluti skriðunnar í sjóinn við
víkurbotninn dg orsakaði mikla flóðöldu. Þegar að þetta skeði
var allmargt fólk í sölubúð kaupfélagsins, meðal annarra ungur
piltur, Sigurgeir sonur Þorkels Guðmundssonar bónda á
Óspakseyri. Honum var gengið út úr búðinni, en kemur snögg-
lega inn aftur og kallar til fólksins, að sjórinn sé að koma.
Það skipti engum togum að um leið skall flóðaldan á húsunum
og sópaði skúrunum burtu, nema þeim sem stóðu norðan við
verslunarhúsið. Þar brustu veggir og þakið féll niður, en sjálft
verslunarhúsið sakaði ekki. Gærurnar flutu í burtu og stöðvaðist
hluti þeirra í laut austan við verslunarhúsið og sat þar í c.a. 1
meters háum stöplum. Töluvert af þeim flaut lengra og ataðist
mold og leir og varð meira og minna ónýtt. Einnig eyðilagðist að
mestu vörur og annað sem geymt var í skúrunum. Tveir eða þrír
uppskipunarbátar stóðu á fjörukambinum neðan við sölubúð-
ina.
Fólkið sem statt var í búðinni sá bátana koma siglandi, og
32