Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 38

Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 38
kallar Jón Atli til min að fara fram í hálsrúmið og vita hvort ég sæi land, ágjöfin var farin að minnka svo ég gat hætt í bili við austurinn. Nokkru síðar rofaði svo til að við sáum glóra fyrir landi og vorum þá rétt komnir í land fram af Víðidalsá, þar var snúið frá og stefna tekin á Hólmavík en það tókst ekki, því það var komin svo mikil ísing á bátinn að ef bætt var við vélina ætlaði allt í kaf, svona smáþokuðumst við yfir Skeljavíkina þar til við komumst upp í víkina fyrir utan sandrifið sem er utan við Hólmavík og lentum þar til að hvíla okkur og berja ísinguna af bátnum eftir því sem hægt var. Er við höfðum stoppað þar nokkra stund kom þeim saman um það Einari og Jóni Atla að reyna að komast til Hólmavíkur og gerðum við tvær tilraunir að fara fram fyrir sandrifið en það tókst ekki. I seinna skiptið mun- aði mjög litlu að við lentum á litlum dekkbát sem Skarphéðinn hét og lá í legufærum í hlé við sandrifið, var því ekki um annað að velja en reyna að ná upp í víkina aftur og það tókst. Einar bauðst til að fara inn á Hólmavík og fá mannskap til að setja bátinn þar sem við vorum, en við Jón Atli tókum til að létta bátinn með því að berja af honum ísinguna. Einar kom svo skömmu síðar og með honum margir menn og gekk vel að setja bátinn en þarna var slétt sandfjara. Ég hef aldrei kynnst öðru en hjálpsemi hjá mönnum þegar til þeirra hefur verið leitað hvort heldur hefur verið á sjó eða landi. Þegar við komum á hæðina þar sem nú er sýslumanns bú- staðurinn mátti heita óstætt fyrir hvassviðri og stórhríð, en til Hólmavíkur komumst við og gistum þar hjá góðu fólki. Klukkan mun hafa verið nálægt því sjö um kvöldið og vorum við þá búnir að bagsa þetta í níu klukkutima. Morguninn eftir var komið sæmilegt veður og fórum við þá heim, okkur var vel fagnað, því alltaf má búast við hinu versta í svona áhlaupsveðrum. Ég get ekki skilið við þessa frásögn án þess að minnast nánar á gömlu konuna, Ingibjörgu Helgadóttur, sem við fluttum út að Drangsnesi og tafði okkur um eina klukkustund. Ef við hefðum farið strax eins og ákveðið var, hefðum við verið búnir að draga yfir álinn og yfir undir Þorpabrún, þá hefði verið hæpið að við 36
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.