Strandapósturinn - 01.06.1979, Síða 46
einveru- og innilokunarkennd þó bárust stundum að eyrum
einkennileg hljóð, ískur og brak frá ísnum er stafaði af því að með
útfalli lækkaði yfirborð sjávar en með aðfalli hækkaði það og
myndaði þrýsting uppi við landið svo sjórinn sprautaðist upp
um rifur og við það mynduðust sog sem ollu þessum hávaða.
Stundum heyrðust hvellir eins og byssuskot, þá var jörðin að
springa í frostinu, í hóla, veggi og sléttar grundir mynduðust
sprungur frá 3 til 10 cm á breidd og sumar alldjúpar. Hjá okkur
í Kolbeinsvík var eldavélin staðsett upp í baðstofu að nóttunni
þó frusu rúmfötin af andgufunni frá sofandi fólkinu og klaki
myndaðist víða um baðstofuna, þetta bráðnaði á daginn en fraus
að nóttunni. Snjór var ekki mikill á jörð þess vegna fór hún mjög
illa í frosthörkunum.
Það var á öskudag, sem við bræður ákváðum að athuga
fuglana í vökinni við stóra jakann. Veður var gott, frostlaust súld
í lofti og sunnan andvari. Við fórum sömu leið og áður, er við
komum að vökinni voru þar orðin umskipti, hrannir af dauðum
fugli lágu umhverfis vökina og fáir fuglar lifandi. Er við stóðum
þarna hryggir í huga og horfðum á þessi fjöldamorð hafíssins,
skeður það að ísinn rifnar rétt fyrir framan fæturna á okkur og
myndaðist rifa sem stækkaði ört, fuglarnir syntu strax út í rifuna
og selur kom syndandi eftir raufinni, ísinn gliðnaði svo fljótt að
undrum sætti. Er við áttuðum okkur á hvað var að gerast tókum
við til fótanna og þau voru ekki talin sporin okkar til lands, þá
vorum við léttir á fæti. Við litum ekki til baka fyrr en heim var
komið, þá var bilið milli skara orðið eins og mjór fjörður.
Er ég nú hugsa um harðindin og allt það sem skeði meðan
ísinn lá landfastur verða það allt smávægilegar minningar mið-
að við það sem gerðist öskudaginn 1918, er við tveir bræður
sáum ísinn rifna við fætur okkar og reka til hafs, hefðum við
verið lengra úti á ísnum hvað þá? Tveir drengir hefðu staðið á
ísröndinni og horft til lands, engin von til bjargar, ísinn á
fleygiferð til hafs og sunnan hvassviðri í aðsigi þar hefði engin
björgun verið framkvæmanleg.
Marga hef ég heyrt segja er eitthvað alvarlegt hefur skeð eða
furðuleg atvik komið fyrir „Þetta var tilviljun“. Ég hef oft orðið
44