Strandapósturinn - 01.06.1979, Síða 50
Hve lengi Pjetur Eggerts var verzlunarstjóri fyrir Clausens-
verzluninni er mjer ekki kunnugt um, en við tók af honum
Kristján Hall tengdasonur hans. Þetta sem hjer er að framan
skrifað er alt eftir minni mínu og víst er um það, að ártölin þarf
vel að athuga. Þá kemur sá kaflinn í sögu Borðeyrar sem jeg ætti
að geta sagt eitthvað um sem að gagni gæti komið, eins og fyrr er
getið kom jeg til Borðeyrar haustið 1889. Þáverandi verzlunar-
stjóri var Hendrick Chv. J. Bjerring, hann hafði tekið við verzl-
uninni sumarið 1882 eftir lát Kristjáns Hall. Um alllangt skeið
höfðu þá verið 2 verzlanir á Borðeyri, Clausensverzlun og
Brydesverzlun.
Þetta sumar áður en jeg kom höfðu verzlunarhúsin verið
stækkuð að því leyti að byggð var heil hæð ofaná búð og pakk-
hús, svo nú var þetta orðið mjög stór og myndarleg bygging; jeg
tel víst að verzlunin hafi á þessum árum verið í töluverðum
uppgangi, enda var Brydesverzlunin mikið farin að dragast
saman. Lánsverzlunin var á þessum árum búin að ná hámarki
sínu, ef bændur þurftu að jafna einhver viðskifti sín á milli þá
var það gjört með milliskrift í kaupstaðnum sömuleiðis var það
með opinber gjöld svo sem þinggjöld til prests og kirkju, alt var
þetta greitt með ávísun á þann kaupmann sem skipt var við.
Útistandandi skuldir við hver áramót voru miklar og vörulager
þurfti ávalt að vera stór vörulager þar sem sigling kom aðeins
tvisvar á ári vor og haust, einkum þurfti vörulagerinn undir
veturinn að vera stór, þar sem alt var undir hafísnum komið með
vorskipin. Það þurfti því sterk bein til að standast þetta og nær
því ótakmarkað lánstraust. En lánstraustið hjá Bryde mun hafa
verið orðið takmarkað þegar hjer var komið sögunni.
Heimilismenn á Borðeyri voru aldrei margir þann tíma sem
jeg dvaldi þar, þeir munu aldrei hafa farið mikið yfir 40 þegar
flest var. Búsettir á Borðeyri voru haustið 1889 þegar jeg kom
þangað:
48