Strandapósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 53
man jeg ekki svo glöggt að jeg þori að segja um það. Eftir lát
Konráðs flutti ekkjan til föður síns á Reykjarfjörð.
Árið 1893 flutti Finnbogi Jakobsson, smiður á Borðeyri bjó hjá
Theódór, um sama leyti kom einnig Sigríður Ólafsdóttir hún bjó
einnig hjá bróður sínum Theódór.
Þau Finnbogi og Sigríður munu hafa gifst árið 1894 og þá
fluttst frá Borðeyri að Fjarðarhorni.
Þetta sama ár fór Jón Magnússon úr vinnumannsstöðunni hjá
Riis, en var skrifaður lausamaður, tók þá upp Melsteðsnafnið og
flutti í stofuna á Grund. 1 stað Melsteð kom Bjarni Davíðsson
sem vinnumaður til Riis, var hjá honum þrjú ár og giftist á því
tímabili en fluttist svo með konu sinni til Ameríku.
Árið 1894 kom frk. Paula Paulsen til Borðeyrar frá Kaup-
mannahöfn, hún dvaldi hjá frænku sinni frú Riis til sumarsins
1896 og sigldi þá af landi burt með frú Riis, en seinna giftist hún
kaupmanni Popp á Sauðárkrók og bjó þar mörg ár. Þetta sama
ár var Jón Andrésson búsettur á Borðeyri með konu og börn.
Á þessum árum sem nú hefur verið sagt frá geri jeg ráð fyrir að
hafi verið nær fimmtíu manns búsett á Borðeyri og mun ekki á
öðrum tíma hafa verið fleira. Árið 1895 giftist Jón Jasonsson í
þriðja sinn og átti Þóru Guðjónsdóttir fyrir konu, hún mun hafa
komið til hans árinu áður.
Þetta sama ár flytur Hjörtur Jóhannsson frá Meleyri í
Grundarbæjinn uppi en að Meleyri flytur Jörgen Jörgensson
með konu og 4 börn. Næsta ár 1896 kom Jóhann Hallgrímsson
til Borðeyrar ráðinn verzlunarmaður við Riisverzlun, hann gifti
sig ári síðar Guðríði Guðmundsdóttir frá Ljárskógum. Þau
bjuggu í Theódórsbænum þar til um vorið 1899 að þau fluttu
burt frá Borðeyri vestur að Ljárskógum. Það sama ár og Jóhann
kom 1896, munu þá um haustið hafa foreldrar Þóru flutt til Jóns
Jasonssonar og sömuleiðis sonur þeirra Guðjón verið skrifaður
hjá Jóni sem lausamaður á Borðeyri. Um haustið 1897 giftist sá
er þetta skrifar Soffíu dóttir Jóns Jasonassonar fluttum við okkur
þá í stofuna á Grund og bjuggum þar til vorsins 1899, þá fluttum
við í Theódórsbæ, því það sama vor flutti Jóhann vestur að
Ljárskógum eins og áður er getið. Árið 1900 flytur Jörgen frá
51