Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1979, Side 54

Strandapósturinn - 01.06.1979, Side 54
Meleyri með sitt fólk, byggir bæ i Fallandastaðarlandi og kallar hann Gilstaði, þar bjó hann svo til dauðadags, en eftir lát hans flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Þegar Jörgen flutti frá Mel- eyri, kom í hans stað þangað Jóhann Magnússon með konu og börn. Þetta sama á, aldamótaárið byggir Guðjón Guðjónsson hús úti á austureyrinni milli Jónatanshússins og Grundarbæjarins en nokkru ofar. Hann giftist árið eftir frú Kristínu Hafstein fluttu þau þá í hið nýja hús og bjuggu mörg ár, þar mun Guðjón hafa dáið. Þetta sem nú hefur verið sagt, eru þá helstu breytingarnar, sem urðu á fólki og flutningum húsa á milli á þessum árum sem jeg dvaldi á Borðeyri, sem var eins og áður er sagt frá haustinu 1889 — til vorsins 1902. Nokkrum þjenandi stúlkum man ég eftir sem voru til heimilis á Borðeyri þessi árin þær ungfrú Helga Asgeirsdóttir frá Stað, ungfrú Guðrún Einarsdóttir frá Tann- staðabakka og ungfrú Anna Hallgrímsdóttir frá Laxárdal. Barnsfæðingar voru einnig þessi árin. Theódórshjónin eign- uðust 2 börn Finnboga og Láru, Jón Jasonsson og Þóra eignuð- ust 3 börn, Ástu, Torfa og Rögnu. Riishjónin eignuðust 2 dætur Idu og Ebbu. Við hjónin höfðum líka eignast 2 börn Ástu og Gústav. Árið 1901 um haustið dóu foreldrar frú Þóru Guðjónsdóttir með stuttu millibili og um veturinn 1902, 2. febrúar andaðist tengdafaðir minn Jón Jasonsson, fleiri mannslátum á Borðeyri man jeg ekki eftir á þessum árum. Jeg hefi eftilvill orðið nokkuð langorður um þenna kafla í sögu Borðeyrar, en jeg taldi rjettast að geta um allar þessar breytingar, því úr þeim má altaf draga. Þá er að snúa sjer að verzlun og viðskiftum. Fastir starfsmenn við Clausensverzlunina voru H.C.J. Bjerring verzlunarstjóri, bók- haldari Theódór Ólafsson og sá er þetta skrifar búðarsveinn, ennfremur var Þorvaldur Ólafsson þá bóndi á Reykjum við innanbúðarstörf frá því skip komu að vorinu og til Júlíloka og stundum lengur, kom svo á rjettum aftur og var þá samfleitt áfram, fram yfir áramót þar til búið var að skrifa og senda út alla ársreikninga, hann var búinn að vinna þannig lengi við verzl- unina þegar ég kom og var allan tímann sem jeg var þar. 52
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.