Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 54
Meleyri með sitt fólk, byggir bæ i Fallandastaðarlandi og kallar
hann Gilstaði, þar bjó hann svo til dauðadags, en eftir lát hans
flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Þegar Jörgen flutti frá Mel-
eyri, kom í hans stað þangað Jóhann Magnússon með konu og
börn.
Þetta sama á, aldamótaárið byggir Guðjón Guðjónsson hús
úti á austureyrinni milli Jónatanshússins og Grundarbæjarins en
nokkru ofar. Hann giftist árið eftir frú Kristínu Hafstein fluttu
þau þá í hið nýja hús og bjuggu mörg ár, þar mun Guðjón hafa
dáið. Þetta sem nú hefur verið sagt, eru þá helstu breytingarnar,
sem urðu á fólki og flutningum húsa á milli á þessum árum sem
jeg dvaldi á Borðeyri, sem var eins og áður er sagt frá haustinu
1889 — til vorsins 1902. Nokkrum þjenandi stúlkum man ég eftir
sem voru til heimilis á Borðeyri þessi árin þær ungfrú Helga
Asgeirsdóttir frá Stað, ungfrú Guðrún Einarsdóttir frá Tann-
staðabakka og ungfrú Anna Hallgrímsdóttir frá Laxárdal.
Barnsfæðingar voru einnig þessi árin. Theódórshjónin eign-
uðust 2 börn Finnboga og Láru, Jón Jasonsson og Þóra eignuð-
ust 3 börn, Ástu, Torfa og Rögnu. Riishjónin eignuðust 2 dætur
Idu og Ebbu. Við hjónin höfðum líka eignast 2 börn Ástu og
Gústav.
Árið 1901 um haustið dóu foreldrar frú Þóru Guðjónsdóttir
með stuttu millibili og um veturinn 1902, 2. febrúar andaðist
tengdafaðir minn Jón Jasonsson, fleiri mannslátum á Borðeyri
man jeg ekki eftir á þessum árum. Jeg hefi eftilvill orðið nokkuð
langorður um þenna kafla í sögu Borðeyrar, en jeg taldi rjettast
að geta um allar þessar breytingar, því úr þeim má altaf draga.
Þá er að snúa sjer að verzlun og viðskiftum. Fastir starfsmenn við
Clausensverzlunina voru H.C.J. Bjerring verzlunarstjóri, bók-
haldari Theódór Ólafsson og sá er þetta skrifar búðarsveinn,
ennfremur var Þorvaldur Ólafsson þá bóndi á Reykjum við
innanbúðarstörf frá því skip komu að vorinu og til Júlíloka og
stundum lengur, kom svo á rjettum aftur og var þá samfleitt
áfram, fram yfir áramót þar til búið var að skrifa og senda út alla
ársreikninga, hann var búinn að vinna þannig lengi við verzl-
unina þegar ég kom og var allan tímann sem jeg var þar.
52