Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 55

Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 55
Pakkhúsmenn voru venjulega tveir, bæði vor og haust, einnig 1—2 mánuði eftir hver áramót, þegar nýtt reikningsár hófst, það voru þeir Asgeir Jónsson hreppstjóri á Stað og Guðni Einarsson bóndi á Oddsstöðum, síðar Óspaksstöðum. Ásgeir dó haustið 1897 var þá tekinn pakkhúsmaður í hans stað Jón Magnússon Melsteð ásamt Guðna. Árið 1890 í Janúar varð sú breyting, að Hans A. Clausen seldi Borðeyrarverzlun Richard P. Riis, er mun hafa verið búinn að vera í þjónustu hans um nokkura ára skeið, og meðalannars rekið lausakaupaverzlun í Skeljavík við Stein- grímsfjörð, að sumrinu til. Árið 1892 í aprílmánuði keypti R.P. Riis Brydesverzlunina, hús vöruleyfar og skuldir, var þá ekki nema um eina verzlun að ræða eftir það. Það mátti heyra á sumum mönnum að þeir voru smeikir við að nú mundi skapast einokunarverzlun á Borðeyri, er ekki væri nema um einn kaup- mann að ræða, en sá ótti hvarf fljótlega, menn fundu það fljótt að Riis var alt of mikill kaupmaður til þess að nota sjer það, hann varð undieins velmetinn og virktur, ekki einungis af þjónum sínum, heldur af öllum þeim sem honum kynntust og við hann áttu einhver viðskifti. Hann var sannkallað prúðmenni í allri framgöngu og öll hans loforð í viðskiftalífinu stóðu eins og stafur á bók svo lengi sem jeg þekkti til. Verzlunarsvæðið kringum Borðeyri var á þessum árum nokk- uð stórt um sig og þarafleiðandi mikil verzlun. Að austan var Blönduós næsta verzlun, að norðan Reykjarfjörður, að vestan Stykkishólmur og í Skarðstöð á Skarðströnd var þá nýbirjuð smá verzlun. Þeir sem því sóttu aðallega verzlun sína til Borðeyrar voru Vesturhúnavatnssýsla að undanteknum nokkrum bæjum í Vesturhópinu, innanverð Strandasýsla alt norður í Steingrims- fjörð. Það kom einnig fyrir að bændur norðan úr Bjarnarfirði kæmu einkum að vetrinum til Borðeyrar á stórum skipum til að sækja kornvörur og fleira, höfðu þá venjulega meðferðis haust- ull, harðfisk og hákarl til innleggs. Dalamenn verzluðu einnig flestir á Borðeyri t.d. Miðdælingar, Haukdælir, Laxdælingar og Hvammssveitungar að nokkru leyti; mjer finnst rjett að geta þess að Davið Bjarnason bóndi í Fornahvammi, hafði öll sín verzlunarviðskifti á Borðeyri öll þau 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.