Strandapósturinn - 01.06.1979, Síða 55
Pakkhúsmenn voru venjulega tveir, bæði vor og haust, einnig
1—2 mánuði eftir hver áramót, þegar nýtt reikningsár hófst, það
voru þeir Asgeir Jónsson hreppstjóri á Stað og Guðni Einarsson
bóndi á Oddsstöðum, síðar Óspaksstöðum. Ásgeir dó haustið
1897 var þá tekinn pakkhúsmaður í hans stað Jón Magnússon
Melsteð ásamt Guðna. Árið 1890 í Janúar varð sú breyting, að
Hans A. Clausen seldi Borðeyrarverzlun Richard P. Riis, er mun
hafa verið búinn að vera í þjónustu hans um nokkura ára skeið,
og meðalannars rekið lausakaupaverzlun í Skeljavík við Stein-
grímsfjörð, að sumrinu til. Árið 1892 í aprílmánuði keypti R.P.
Riis Brydesverzlunina, hús vöruleyfar og skuldir, var þá ekki
nema um eina verzlun að ræða eftir það. Það mátti heyra á
sumum mönnum að þeir voru smeikir við að nú mundi skapast
einokunarverzlun á Borðeyri, er ekki væri nema um einn kaup-
mann að ræða, en sá ótti hvarf fljótlega, menn fundu það fljótt
að Riis var alt of mikill kaupmaður til þess að nota sjer það, hann
varð undieins velmetinn og virktur, ekki einungis af þjónum
sínum, heldur af öllum þeim sem honum kynntust og við hann
áttu einhver viðskifti. Hann var sannkallað prúðmenni í allri
framgöngu og öll hans loforð í viðskiftalífinu stóðu eins og stafur
á bók svo lengi sem jeg þekkti til.
Verzlunarsvæðið kringum Borðeyri var á þessum árum nokk-
uð stórt um sig og þarafleiðandi mikil verzlun. Að austan var
Blönduós næsta verzlun, að norðan Reykjarfjörður, að vestan
Stykkishólmur og í Skarðstöð á Skarðströnd var þá nýbirjuð smá
verzlun. Þeir sem því sóttu aðallega verzlun sína til Borðeyrar
voru Vesturhúnavatnssýsla að undanteknum nokkrum bæjum í
Vesturhópinu, innanverð Strandasýsla alt norður í Steingrims-
fjörð. Það kom einnig fyrir að bændur norðan úr Bjarnarfirði
kæmu einkum að vetrinum til Borðeyrar á stórum skipum til að
sækja kornvörur og fleira, höfðu þá venjulega meðferðis haust-
ull, harðfisk og hákarl til innleggs.
Dalamenn verzluðu einnig flestir á Borðeyri t.d. Miðdælingar,
Haukdælir, Laxdælingar og Hvammssveitungar að nokkru
leyti; mjer finnst rjett að geta þess að Davið Bjarnason bóndi í
Fornahvammi, hafði öll sín verzlunarviðskifti á Borðeyri öll þau
53