Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 57
notkun á erlendri vöru fór á þessum árum stórum vaxandi ár frá
ári. Á útfluttar íslenskar afurðir er jeg aftur á móti mikið
mynnugri, þótt þar geti auðvitað skakkað einhverju, þá bíst jeg
samt við að geta farið þar nokkru nærri. Jeg geri ráð fyrir að
seinustu árin sem verzlanirnar voru tvær hafi útfluttar vörur
verið til samans nokkuð svipaðar og fyrstu árin sem Riis var einn
um alt, en þá var útflutningur c. 500 Bl. hv. Vorull 40—50 Bl.
Mislit ull, 30—40 Bl. hvít þvegin Haustull, 6—7 Pk. Dún.
Nokkur Bunt Selskinn (50 st. í Búnt og nokkur búnt Lamba-
skinn, 4—5 föt Lax. Þessar voru aðal útflutningsvörurnar að
sumrinu. Hrossaútflutningur var lítill frá verzlununum, þó kom
það fyrir að hross voru keypt og send út en aldrei var það í
stórum stíl.
Haustvörurnar voru aðallega kjöt og gærur c. 800 tunnur kjöt,
3500—4 þúsund gærur, 5C Bl. óþvegin haustull. Mörinn var
sumpart bræddur sumpart hnoðaður og seldur Kaupfélagi fs-
firðinga.
Jeg skal taka það fram, að þetta sem jeg hef sagt um vöru-
magnið er miðað við árin 1892—1896, áður en verzlunarsvæðið
fór að dragast saman nokkuð að mun. Búið var þá að löggilda
höfn á Hólmavík, Riis fjekk útmælda verzlunarlóð og byggði
verzlunarhús, reis þá upp verzlun þar, Theódór Ólafsson stóð
fyrir verzluninni og dvaldi á Hólmavík yfir sumar og haust-
kauptíðina, en lokað var þar þess á milli, en um aldamótin tók
Jón Finnsson frá Kálfanesi við verzluninni og var síðan verzl-
unarstjóri þar til sú verzlun var seld. Þetta varð fyrsta sporið til
að draga úr umsetningu Borðeyrarverzlunar.
Á sama tíma reis upp verzlun í Búðardal við Hvammsfjörð,
þar með var lokið viðskiftum við Dalamenn að mestu leyti. Þá
var einnig á þessu tímabili löggilt höfn á Hvammstanga við
Miðfjörð, vildu þá Vestur-Húnvetningar ólmir fá Riis til að
byggja þar og fara að flytja vörur þangað, það varð svo úr að
hann fjekk útmælda lóð þar og byggði þar stóran Skúr til að
birja með, það mun hafa verið árið 1898 þá voru fluttar þangað
allar þunga vörur og kaffi, sykur og fleiri nauðsynja vörur þau
árin var sá er þetta ritar á Hvammstanga bæði vor og haust og
55