Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 58

Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 58
einnig að vetrinum eftir áramótin tveggja vikna tíma við vöru afhendingar, en öll ull var þó enn flutt til Borðeyrar og slátursfje að haustinu rekið þangað vestur. Arið 1901 var svo reist á Hvammstanga verzlunarhús, Kram- búð og pakkhús undir sama þaki og vorið eftir íbúðarhús. Árið 1902 flutti jeg þangað með fólk mitt alfarinn frá Borðeyri og tók við verzluninni. Var þá hið mikla verzlunarsvæði Borðeyrar orðið sorglega lítið aðeins Bæjarhreppur og Staðarhreppur ennfremur Mið- fjarðardalirnir. Mjer þykir rjett að geta þess, að veturinn 1896 kom gufuskipið Vesta til Borðeyrar í marzmánuði með mikið af vörum, þótti það merkisviðburður í sögu Borðeyrar. Lands- stjórnin hafði tekið skipið á leigu til þess að fara hringferð kringum landið með vörur til verzlananna en þegar til Akur- eyrar kom braut skipið stýrið af sjer í lagís á Akureyrarhöfn, þar með voru þessar ferðir úr sögunni. Það mun hafa verið 1898 að strandferðaskipin Skálholt og Hólar áttu að birja ferðir sínar kringum strendur landsins yfir sumarið. Eftir áætlun átti Skálholt að vera á Borðeyri sunnu- daginn fyrstan í sumri, mikið hlökkuðum við Borðeyringar til dagsins, við vissum að með skipinu var töluvert af vörum til verzlunarinnar. Allir Hrútfirðingar litu á þetta sem merkan atburð er spáði góðu um greiðari samgöngur í framtíðinni. I þetta sinn var fjörðurinn lagður útað Borðeyrartanga, en íslaust fyrir utan; mikið var um það rætt dagana á undan hvernig þessi fyrsta ferð Skálholts mundi heppnast, öllum kom saman um það, að það hefði mikið að segja að ferðin heppnaðist vel. Föstudag- inn og laugardaginn fyrsta í sumri, gekk þá upp með norðan garð og dimt og harðindalegt til norðurs aðlíta, frjettst hafði líka að hafíshroði væri útifyrir, en var þó hvergi landfastur, það var því ekkert líklegra en að hafísinn yrði á undan skipinu inn á firðina það yrði siglingin í það sinnið, á sunnudagsmorguninn var kominn kafaldsbilur og svo dimmur að ekki sá yfir fjörðinn en frost var lítið. Jeg hitti Theódór Ólafsson verzlunarstjórann að máli um morguninn og kom okkur saman um að ekki þyrfti að búast við skipinu þann daginn, jeg labbaði svo heim með þung- 56
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.