Strandapósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 58
einnig að vetrinum eftir áramótin tveggja vikna tíma við vöru
afhendingar, en öll ull var þó enn flutt til Borðeyrar og slátursfje
að haustinu rekið þangað vestur.
Arið 1901 var svo reist á Hvammstanga verzlunarhús, Kram-
búð og pakkhús undir sama þaki og vorið eftir íbúðarhús.
Árið 1902 flutti jeg þangað með fólk mitt alfarinn frá Borðeyri
og tók við verzluninni.
Var þá hið mikla verzlunarsvæði Borðeyrar orðið sorglega
lítið aðeins Bæjarhreppur og Staðarhreppur ennfremur Mið-
fjarðardalirnir. Mjer þykir rjett að geta þess, að veturinn 1896
kom gufuskipið Vesta til Borðeyrar í marzmánuði með mikið af
vörum, þótti það merkisviðburður í sögu Borðeyrar. Lands-
stjórnin hafði tekið skipið á leigu til þess að fara hringferð
kringum landið með vörur til verzlananna en þegar til Akur-
eyrar kom braut skipið stýrið af sjer í lagís á Akureyrarhöfn, þar
með voru þessar ferðir úr sögunni.
Það mun hafa verið 1898 að strandferðaskipin Skálholt og
Hólar áttu að birja ferðir sínar kringum strendur landsins yfir
sumarið. Eftir áætlun átti Skálholt að vera á Borðeyri sunnu-
daginn fyrstan í sumri, mikið hlökkuðum við Borðeyringar til
dagsins, við vissum að með skipinu var töluvert af vörum til
verzlunarinnar. Allir Hrútfirðingar litu á þetta sem merkan
atburð er spáði góðu um greiðari samgöngur í framtíðinni. I
þetta sinn var fjörðurinn lagður útað Borðeyrartanga, en íslaust
fyrir utan; mikið var um það rætt dagana á undan hvernig þessi
fyrsta ferð Skálholts mundi heppnast, öllum kom saman um það,
að það hefði mikið að segja að ferðin heppnaðist vel. Föstudag-
inn og laugardaginn fyrsta í sumri, gekk þá upp með norðan garð
og dimt og harðindalegt til norðurs aðlíta, frjettst hafði líka að
hafíshroði væri útifyrir, en var þó hvergi landfastur, það var því
ekkert líklegra en að hafísinn yrði á undan skipinu inn á firðina
það yrði siglingin í það sinnið, á sunnudagsmorguninn var
kominn kafaldsbilur og svo dimmur að ekki sá yfir fjörðinn en
frost var lítið. Jeg hitti Theódór Ólafsson verzlunarstjórann að
máli um morguninn og kom okkur saman um að ekki þyrfti að
búast við skipinu þann daginn, jeg labbaði svo heim með þung-
56