Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 59
um þaunkum. En viti menn, rjett eftir hádegið hrukku menn
upp við að Skálholt pípti og það svo gríðarlega rjett við hús-
veggina hjá okkur, varð þá uppi fótur og fit, Skálholt lagðist við
ísskörina, dreif svo að verkamenn frá bæjum báðumegin
fjarðarins, vörunum var skipað upp á ísinn, og fluttur heim á
sleðum með hestum fyrir. Jeg held mjer sje óhætt að fullyrða að
þessi dagur hafi orðið einhver sá mesti gleðidagur hjá öllum
Hrútfirðingum og mörgum fleiri. Aasberg skipstjóra var seinna
haldið samsæti fyrir sýndan sjerstakan dugnað í þessari fyrstu
ferð sinni til Borðeyrar og gefinn silfurbikar forkunnar fagur,
mun öllum hafa komið saman um að hann væri vel að honum
kominn. Frá verzlununum á Borðeyri held jeg að aldrei hafi
verið sent út lifandi fje, því var öllu slátrað þar á staðnum, það
kom fyrir að menn slátruðu heima og fluttu kjötið og gærurnar í
kaupstaðinn, en sú aðferð lagðist þó niður með tímanum. Var þá
tekinn upp sá siður að halda fjármarkaði á vissum bæjum í
sveitinni, og fjeð keypt á fæti og verðið þá eftir samkomulagi
seinna var tekin upp sú aðferð að taka fjeð eftir vigt, var þá
verðið mjög mismunandi eftir því hver kindin var og svo hve
þung hún var.
En bæði áður en jeg kom til Borðeyrar og eins eftir það voru
enskir kaupmenn á ferð fyrir norðan, keyptu þeir mikið af
hrossum að sumrinu, en sauði að haustinu og sendu lifandi út;
frá Borðeyri var skipað út öllum þeim sauðum sem keyptir voru
í Húnavatnssýslu, Stranda og Dalasýslu, jeg gleymi aldrei hvað
mjer þótti það tilkomumikil og falleg sjón að sjá 5—6 hundruð
sauði í rjettinni í einu á aldrinum 2ja—6 vetra gamla, mjer
fannst það eitthvað svo búsældarlegt að eiga stóran hóp af slík-
um varningi. Lengi vel var fjenu skipað út á bátum frá sandinum
það var bæði ervitt og seinlegt verk, en seinna ljetu Riis og fleiri í
fjelagi setja upp fjárbryggju austur á tanganum og byggðu rjett
þar uppundan, bryggjan var svo löng að Skipið gat legið við
hana og var svo fjeð rekið um borð, og var það ólíkt betri aðferð
og meiri menningarbragur á þeirri vinnu.
Þessi hrossa og sauða verzlun fór þannig fram, að alt var
borgað út í hönd með ensku gulli, það var því ekkert lítið af
57