Strandapósturinn - 01.06.1979, Síða 60
ensku gulli í umferð hjer á landi á þessum árum bændum til
mikilla hagsbóta í alla staði. En þessi verzlun með sauðina
lagðist svo alveg niður þegar hætt var að færa frá, þá urðu það
dilkarnir sem voru aðal verzlunarvaran að haustinu og því mið-
ur sáust ekki sauðir á mörgum heimilum úr því.
Á fyrstu árum mínum á Borðeyri var það föst venja að fara á
fætur kl. 6 á hverjum morgni allan ársins hring og í kaupbúðinni
kom þetta sjer oft vel fyrir fólk sem kom að nóttunni í kaup-
staðinn. Á þeim tímum sem kauptíðin stóð yfir var ekki lokað
búðinni fyrr en kl. tíu og stundum á ellefta tímanum að kvöld-
inu, það þættu langir vinnudagar nú en þá var þetta svo venju-
legt og ekkert um það fengist og oft voru þetta ótrúlega
skemmtilegir dagar þegar sem mest var að gera. Það var svoddan
líf og fjör í öllu og öllum bæði heimamönnum og aðkomu-
mönnum, menn spjölluðu um daginn og veginn og mörg atvik
gátu þá komið fyrir sem vöktu hlátur og hrifningu. Það var oft
talað um drykkjuskap manna í kaupstaðarferðum, en ekki varð
maður mikið var við það, það var þá helst er úttektinni var lokið
og menn voru að því komnir að leggja á stað að þeir sáust dálítið
hreifir. Brennivín var billeg vara, það þætti að minnsta kosti nú,
enda haft um hönd á mörgum heimilum þegar góðir gestir voru
á ferð og þá einkum brúkað út í kaffi. Jeg minnist þess að síra
Þorvaldur á Melstað kallaði brennivínið: Húnvetningarjóma.
Þegar það kom fyrir sem oft vildi verða, að hafísinn lá lengi
frameftir á vorin á Húnaflóa, að vörulítið yrði á Borðeyri, en
aldrei svarf svo fast að, að ekki væri hægt að gera einhverja
úrlausn, enda byrjað á að skammta úr hnefa þegar fór að líða á
veturinn, einkum i tíð Bjerrings verzlunarstjóra, og alltaf fór svo
skammturinn minkandi eftir því sem lengra leið á, t.d. var ekki
látið nema 1 pund af kaffi og 2 pund af sykri á meðal stórt
heimili, þá fluttist Rjól í 1 punds og Vi punds bitum oft var þessu
hálfa pundi skift í tvennt, en með þessari aðferð var hægt að gera
öllum einhverja úrlausn svo alt komst af. Það kom fyrir að
Austur-húnvetningar komu vestur á Borðeyri til að fá vöruúttekt
af þeirri ástæðu að ekkert var að fá á Blönduósi.
Þetta breyttist svo alt til batnaðar, gufuskip fór að koma um
58