Strandapósturinn - 01.06.1979, Síða 63
Borðeyrar, hann var oft kenndur í þessum ferðum og var ekkert
að flýta sjer heim, heldur sat hann nokkra daga inn á Borðeyri,
hann hafði margar sögur að segja af sjer frá þessum ferðum
sínum út og inn Húnaflóa og sumar voru á þá leið að ekki var
annað hægt en gera grín að honum sjálfum, hann virtist hafa
gaman af að búa til ýms orðskrýpi t.d. „Herraklifberi“, „Argin-
tæta“. Hryssur nefndi hann aldrei því nafni heldur kallaði hann
þær „glugghross“, því orti Sigurður læknir á Hrappstöðum eitt
sinn:
Ljótunnar staða lóðsinn knár
á landi skipsins bíður,
í bjarndírsfeldi gildur grár
á gluggahrossi ríður.
Jeg á myndir af þeim báðum Jóni og Árna, þær voru teknar á
Borðeyri jeg hafði lánað báðum gleraugu svo þeir litu betur út,
báðir voru þeir kenndir í það sinn, það þótti ekki nema sjálfsagt að
jeg fengi mynd af þeim fyrir lánið á gleraugunum, jeg hefi oft
gaman af að líta á myndirnar, þær sína mjer þá í því ljósi sem jeg
man best eftir þeim.
Áður en jeg lík við þessar endurminningar um Borðeyri finnst
mjer rjett að láta fylgja kvæði sem Sigurður læknir á Hrapps-
stöðum orti á leið yfir Laxárdalsheiði um Borðeyri og Borðeyr-
inga, kvæðið er á þessa leið:
1. Á Borðeyri við bratta strönd,
þar brotnar sjór við tanga
vjer sjáum hús og hagalönd
við Hrútafjörðinn langa.
Það má nú segja, þar má lífið teigja,
ekki dó hann Bryde, hannflýði.
2. Að Hótelinu halla jeg mjer
ef heiðina kemst jeg bráðum,
61