Strandapósturinn - 01.06.1979, Qupperneq 65
opt er glensið œrið dátt
við Arna á Grœnasteini;
dafnar nú hlýri danebrogs á mýri
hann Arm er að syngja og klíngja.
8. Þeir byggðu þar eitt baulufjós,
sem ber við skýjatjöldin
og dýrin hrína hátt við Ijós
og hengilampa á kvöldin,
margt er að skoða, margan völl að troða
smiðir eru að hamra og glamra.
Einn var Guðmundur Magnússon á Brandagili sem var sjer-
kennilegur að því leyti, að hann kom venjulega fullur í kaup-
staðinn, kom oftast snemma dags og batt hrossið við einhvern
staur eða stólpa svo hann gæti gengið að því vísu þegar hann færi
á stað, en það var ekki fyr en að kveldinu, þó erindið væri ekki
annað en að fá sjer meira brennivín, við fórum oft að minnast á
það við Guðmund þegar fór að líða á daginn hvort hann vildi
ekki fara á stað heim láta ekki hrossið standa lengur bundið á
harðri mölinni, en það var altaf sama svarið hjá honum við
hvern sem var: „skiftu þjer ekki af því jeg á merina mína sjálfur.“
Vestur-Húnvetningar komu svo að segja allir sjóveg yfir
Hrútafjörð, flutt var frá 2ur bæjum, Þóroddsstöðum og Fall-
andastöðum, þá voru Gilsstaðir ekki til, flutningur frá Þórodds-
stöðum lá auðvitað best við fyrir þá sem komu austanyfir hál-
sinn, en fleiturnar voru bæði litlar og illa hirtar en Magnús á
Fallandasjtöðum átti góðan bát með seglum og altaf prýðilega
hirtur, þeir voru því margir sem fóru þangað þótt það væri
heldur úr leið, þeir áttu þá víst að geta komið vörum sínum
óskemmdum yfir fjörðinn þó eitthvað væri að veðri, en Magnúsi
þótti of gott í staupinu eins og fleirum, það kom fyrir að í þessum
ferðum yrði hann svo kendur að leiða yrði hann fram bryggjuna
og út í bátinn, en þegar hann var búinn að koma stýrinu fyrir og
segl komin út þá skyldi enginn sjá að þar væri drukkinn maður
63