Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 69

Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 69
sögu þeirra systkina. Þau verða öllum, sem þau þekktu, minnis- stæð, og mér voru þau einkar kær. Það voru ótaldar gleðistundir, sem ég átti á heimili þeirra í æsku og einnig fullorðinn, þann tíma, sem ég átti heimili á Borðeyri. Lengst af skildi ég þau ekki nógu vel, en sá glöggt er á leið, að þau komu alltaf til dyranna eins og þau voru klædd og gerðu litlar kröfur til skrauts eða þæginda fyrir sig eða heimilisfólk sitt, og var báðum jafn eðlilegt og nauðsynlegt að fara vel með og gæta þess, sem þau öfluðu, eins og þeim var í blóð borið að sýna gestum rausn — er þá bar að garði. Sem ég hef hér fyrr sagt, var Kristín fróð og sagði hispurslaust frá, og varð hún mér uppspretta að fróðleik um fólk og fyrirbæri í Hrútafirði og nágrannahéruðum. Þess minnist ég og, að þætti Kristínu sérstaklega til um ein- hvern, þá sagði hún gjarna — já, hann var maður. — Þetta voru orð þessarar stórlyndu rausnarkonu um þá, sem hún mat mikils. Þessi orð notaði hún ósjaldan um Jón Bjarnason, langafa föður míns, en föðurbróður hennar, en hans minntist hún oft. Saga hans varð því mér minnisstæð, enda var hann ættfaðir minn, og ætla ég nú að reyna að segja kafla úr henni, sem líkast því, er Kristín sagði, og færa kaflann í þann búning, er ég hygg að hún mundi helzt hafa kosið. II. Á Fögrubrekku Við skulum bregða okkur sem snöggvast aftur í tímann. Það er 14. júní árið 1884. I lágreistri baðstofu á Fögrubrekku í Hrúta- firði situr á fleti sínu 84 ára gamall bóndi, maður hár vexti, lítt lotinn með grátt og mikið alskegg. Hár hans hvítt og flókið nær á herðar niður. Hann situr og rær fram í gráðið og horfir blindum augum fram fyrir sig. Þessi maður er Jón Bjarnason. Hann er búinn að vera al- blindur síðan í april í vor, er hann lokaði brostnum augum síðari konu sinnar, Kristínar Jónsdóttur, er þá andaðist. Enginn hafði heyrt hann kveinka sér þá fremur en fyrr, en hann sagði í lágum hljóðum — ég kem bráðum, Kristín mín. — 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.