Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 72

Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 72
Sólskríkjan heldur áfram að tísta, en ósköp ámátlega, finnst honum. Skyldi kötturinn hafa náð unga frá henni. O, jæja, kettir og sólskríkjur eiga ekki of vel saman. Gaman væri nú að sjá sólskinið, himininn og lognkyrrðina og sjá grængresið, en hann getur næstum heyrt það gróa. Grasið rís upp eftir harðan og langan vetur, kyrrt í logni, en bylgjast þegar golan bregður á leik. Hann sjálfur, kannske var hann hélustrá, sem hefur orðið eftir frá vetrinum, en þó, hann á eftir óleyst verkefni, og það verður að gerast í dag. Heimilið getur ekki verið húsmóðurlaust. Hann ætlar að skreppa og ná í búkonuefni fyrir tengdason sinn. Það verður að hugsa um þá, sem lifa, það er séð um hina. Hann tekur ekkert eftir því, að maður er kominn að hlið hans, ekki fyrr en sá styður hendi á öxl hans, því að hann þekkir handarþrýsting tengdasonar síns. — Hvað er Óli að gera með þá Blesa og Jarp, — spyr ungi bóndinn hæglátlega. — Svo sem ekkert. Ég ætla bara að skreppa dálítið. — Nú, ætlar þú að fara yfir að Fossi og hitta hann Jón þinn, spyr sá yngri. — O, nei, ég ætla nú lengra. Ég ætla að sækja konu á heim- ilið. Fagrabrekka getur ekki verið húsmóðurlaus. — — En hún Guðrún okkar hggur á börunum, segir sá yngri og er nú fastmæltur. — Ekki get ég farið að hugsa um aðra konu fyrir mig á meðan. — — Það verður að hugsa um þá sem lifa, Nonni, — segir sá gamli með þjósti. — Það er séð um hina. Við þurfum ekki að hugsa um þá, sem Guð hefur tekið á móti. — — Nú kemur þú heim, segir yngri bóndinn ákveðinn. — Ég hef fengið loforð um aðstoð frá Melum, og svo sjáum við til. — Hann tekur hlýlega en ákveðið um herðar gamla bóndans, sem er orðinn hvítur á hár og skegg, hvítur eins og hélustrá, en hefur aldrei kunnað að gefast upp og alltaf viljað halda áfram að lifa fyrir þá sem lifðu. 70
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.