Strandapósturinn - 01.06.1979, Síða 83
Það er einlæg óskfrá mér
um sem brag ég stíma,
að Leó aftur lendi hér
að liðnum klukkutíma.
Það stóð heima. Leó var kominn að bryggju á Isafirði eftir
þann tíma, hafði lent í íshrafli út á ísafjarðardjúpi og ekki lagt út
í að fara gegnum ísinn í myrkri, fór því til Isafjarðar og beið
birtingar, en Strandamenn komust með Leó daginn eftir.
Þýski maðurinn
Það var aðfangadagur jóla árið 1930. Hér á Ósi hjá foreldrum
mínum var þá þýsk stúlka sem hét Lotö Hædler. I Reykjanesi við
fsafjarðardjúp dvaldi þýskur maður, hann langaði til að sjá
löndu sína og óskaði að fá að dvelja á Ósi um hátíðarnar.
Nú var von á þýska manninum á aðfangadag. Við á
Ósbæjunum höfðum rekið féð til beitar eins og þá var siður. Við
Ingimundur Magnússon, sem þá bjó á Innra-Ósi stóðum yfir
fénu, en heima var pabbi, honum mun ekki hafa litist vel á
veðrið, svo hann tekur hest sem heima var og heldur inn í
Staðardal til móts við þýska manninn, þeir mættust á milli
Hrófbergs og Víðivalla, en þar er sléttlendi allmikið, en rétt í því,
sem þeir mætast skellur á með blindhríð, svo ekki hefði verið gott
fyrir alókunnugan mann að rata, en heim að Ósi komust þeir
heilir og hressir.
Við Ingimundur áttum fullt í fangi með að koma fénu heim og
svo var fannfergið mikið að lón við rafmagnsstíflu sem var
virkjuð sumarið áður, fylltist svo að ekkert vatn komst í rörin og
vorum við rafmagnslaus á aðfangadagskvöld, en úr því gátum
við bætt á jóladag.
Dreymt fyrir daglátum
Hér áður á árum var ekki um annað nýmeti að ræða en það
sem fékkst með veiðum. Þá voru ekki frosthólf eða frystikistur til
að geyma í matvæli, allt var saltað, súrsað eða reykt.
6
81