Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 84

Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 84
Á sínum yngri árum stundaði pabbi sjóróðra, reri þá frá Hamarsbæli á Selströnd og var formaður á árabáti. Um hann er þessi formannavísa. Gunnlaugs hœla gjörðum má gnoð þótt kœla elti. Hamarsbœli fleytir frá fögrum dœlu gelti. Einn morgun reri pabbi í góðu veðri úr Hamarsbæli og hélt sem leið lá út Grímseyjarsund. Þegar þeir komu út fyrir eyjasundið, tekur hann eftir skýhnoðra í norðri, sem hækkaði ört á lofti. Þá minnist hann þess, að um nóttina dreymdi hann stelpu sem lét mikið í kring um hann. Hann ákveður því að snúa við og segir við hásetana: Þið láið mér það ef til vill, en ég ætla að hætta við þennan róður og fara í land. — Ekki ég, segir einn hásetinn, Kristján Þórðarson, sem lengi átti heima á Ósi. Þeir reru svo sem ^iraðast til baka en voru ekki alveg komnir í heimavör þegar skall á með norðan roki, en allt fór þó vel. Hnísuveiðar Pabbi stundaði fleiri veiðar en fiskiveiðar. Oft skaut hann fugl, seli, hnísur og refi. Oft voru þeir saman á sjó, hann og Albert Ingimundarson, á gaflkænu sem Þórarinn Hallvarðsson á Ósi átti. Albert var góður ræðari en pabbi hafði byssurnar, því þeir höfðu jafnan fleiri skotvopn í bátnum. Ég minnist þess að eitt sinn komu þeir með 9 hnísur að landi eftir daginn. Það er vandi að skjóta hnísu, hún er svo stutta stund uppi þegar hún kemur úr kafinu og sekkur fljótt ef hún steindeyr við skotið. Þeir höfðu því bæði skutul og langa stöng með krók á enda til að ná í hina dauðu hnísu. Skutlinum var stungið upp í endann á stöng og létt lína fest í hann, svo þegar skotið hafði hæft hnísuna var skutlinum skotið að hnísunni ef hann hæfði, festist skutullinn í hnísunni og þar með var veiðinni bjargað, en skutulstöngin flaut á sjónum. Ef þetta tókst ekki gat langa 82
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.