Strandapósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 84
Á sínum yngri árum stundaði pabbi sjóróðra, reri þá frá
Hamarsbæli á Selströnd og var formaður á árabáti. Um hann er
þessi formannavísa.
Gunnlaugs hœla gjörðum má
gnoð þótt kœla elti.
Hamarsbœli fleytir frá
fögrum dœlu gelti.
Einn morgun reri pabbi í góðu veðri úr Hamarsbæli og hélt
sem leið lá út Grímseyjarsund. Þegar þeir komu út fyrir
eyjasundið, tekur hann eftir skýhnoðra í norðri, sem hækkaði ört
á lofti. Þá minnist hann þess, að um nóttina dreymdi hann stelpu
sem lét mikið í kring um hann. Hann ákveður því að snúa við og
segir við hásetana: Þið láið mér það ef til vill, en ég ætla að hætta
við þennan róður og fara í land. — Ekki ég, segir einn hásetinn,
Kristján Þórðarson, sem lengi átti heima á Ósi. Þeir reru svo sem
^iraðast til baka en voru ekki alveg komnir í heimavör þegar skall
á með norðan roki, en allt fór þó vel.
Hnísuveiðar
Pabbi stundaði fleiri veiðar en fiskiveiðar. Oft skaut hann
fugl, seli, hnísur og refi. Oft voru þeir saman á sjó, hann og
Albert Ingimundarson, á gaflkænu sem Þórarinn Hallvarðsson á
Ósi átti. Albert var góður ræðari en pabbi hafði byssurnar, því
þeir höfðu jafnan fleiri skotvopn í bátnum.
Ég minnist þess að eitt sinn komu þeir með 9 hnísur að landi
eftir daginn. Það er vandi að skjóta hnísu, hún er svo stutta stund
uppi þegar hún kemur úr kafinu og sekkur fljótt ef hún steindeyr
við skotið. Þeir höfðu því bæði skutul og langa stöng með krók á
enda til að ná í hina dauðu hnísu. Skutlinum var stungið upp í
endann á stöng og létt lína fest í hann, svo þegar skotið hafði
hæft hnísuna var skutlinum skotið að hnísunni ef hann hæfði,
festist skutullinn í hnísunni og þar með var veiðinni bjargað, en
skutulstöngin flaut á sjónum. Ef þetta tókst ekki gat langa
82