Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 88
er messur allar bar upp á rímfasta daga, því þá færði fólk kirkj-
unni gjafir og áheit, hver sínum uppáhalds dýrlingi og söfnuðust
á þann hátt mikil auðæfi til kirkna og páfastóls. Ef við tökum
þessa skýringu gilda, þá virðist það mjög eðlileg ályktun að
kirkjunnar menn hafi notað hina heilögu tölu, (töluna 7) við
setningu messudaga dýrlinga og annarra helgra manna.
Hvenær talan sjö hefur hlotið helgi sína, veit ég ekki, en
hugsanlegt væri að það hefði orðið vegna sjö orða Jesú á kross-
inum.
Aður en við förum að taka töluna sjö til meðferðar, skulum við
rifja upp nokkur atriði er snerta tímatalið án sjö tölu reglunnar.
Hlaupár er þegar talan 4 gengur upp í ártalinu, nema alda-
mótaár sé (þ.e. að ártalið endi á tveimur núllum) þá er því aðeins
hlaupár, að talan 4 gangi upp í aldatöluna. Árið 2000 verður
aldamótahlaupár og svo ekki fyrr en árið 2400.
Sumarauki er þegar aprílmánuður byrjar á sunnudegi, ef
aprílmánuður byrjar á laugardegi og næsta ár á eftir er hlaupár,
þá er sumarauki og kallast þau ár varnaðarár eða rímspillisár.
Mánaðarnöfnin eru komin frá Rómverjum og hafa nú fengið
alþjóða hefð.
Aðventa er latneskt orð og þýðir „komu“, (komu Krists).
Á jólaföstu eru ávallt 4 sunnudagar og þess vegna getur að-
venta ekki byrjað fyrr en 27. nóv. og eigi síðar en 3. des.
Kirkjuárið og skipting þess var komið úr kaþólskum sið og
þessvegna mótað af helgisiðum þeirrar kirkju t.d. hve mikið tillit
var tekið til þrettándans, þrenningarhátíðarinnar og föstunnar.
Einhver spekingur kemst svo að orði. Hinum leitandi manni
eru sjö leiðir opnar. 1. Um mörg hús. 2. Út á auðnina og strætið.
3. Þar sem rauðu blómin vaxa. 4. Klífa há fjöll. 5. Stíga niður í
dimma hella. 6. Leiðin þar sem gangan er endalaus. 7. Vegur
kyrrðarinnar.
Hinn leitandi maður verður að ganga sjö þrep. 1. Tárið. 2.
Bænin. 3. Starfið. 4. Hvíldin. 5. Dauðinn. 6. Lífið. 7. Vorkunn-
semin.
Hinn leitandi maður verður að læra sjö námsefni. 1. Gleðin. 2.
86