Strandapósturinn - 01.06.1979, Side 91
7 vikur eru frá Höfuðdegi til Lúkasmessu.
7 vikur eru frá Krossmessu á hausti til Allraheilagramessu.
7 vikur eru frá Mattheusmessu til Marteinsmessu.
7 vikur eru frá Lúkasmessu til Maríumessu. (Getnaður Maríu).
7 vikur eru frá Allraheilagramessu til Tómasmessu.
7 vikur eru frá Marteinsmessu til Barnadags.
7 vikur eru frá Lúsíumessu til Kyndilmessu.
7 vikur eru frá Jónsmessu Hólabiskups til Barnabasmessu.
7 vikur eru frá Vítusmessu til Dominicusardags.
7 vikur eru frá Valborgarmessu til Bótólfsmessu.
Það gæti verið forvitnilegt að vita eitthvað meira um þessa
helgu menn, sem gerðir voru að dýrlingum og almenningur
notaði sér til áheita og trúði á, að hjálpuðu í allskonar erfiðleik-
um. Hér verður því sagt frá nokkrum þessara manna og hvernig
þessar messur urðu til.
Þrettándinn, eða ljósahátíðin, eins og hann var líka kallaður fyrr á
öldum var lengi haldinn, sem mikill helgidagur. Hann var niður
lagður, sem slíkur með konungstilskipan 9. mars 1771.
Matthíasmessa. (Hlaupársmessa), er kennd við Matthías læri-
svein, er var kosinn með hlutkesti til postula í staðinn fyrir Júdas.
Sagt er, að hann hafi fyrstur boðað kristni í Júðalandi og Galileu
og síðar á Blálandi. Dagur þessi var líka kallaður Hlaupárs-
messa, þvi þegar hlaupár er, er þar einum degi bætt inn í.
Kyndilmessa; eða hreinsunarhátíð Maríu, þann dag átti María að
hafa haldið hreinsunarhátíð sína, 40 dögum eftir fæðingu Krists.
Sá siður að leiða konur í kirkju eftir barnsburð, var kominn frá
Kyndilmessunni og þeim helgisiðum er við það voru hafðir.
Konan skyldi bíða í sex vikur og síðan skyldi hún fara í kirkju og
þrjár konur eða fleiri fylgja henni. Prestur fékk þá vaxkerti að
gjöf og ,,offur“ að auki og leiddi hann þá konuna í kirkju með
tendruðu ljósi. I skipun Magnúsar biskups Gizurarsonar árið
1224, var skipað svo fyrir, að þær einar konur, sem eiga börn með
89