Strandapósturinn - 01.06.1979, Síða 95
menn alheilir af öllum sjúkleika. Sömu trú höfðu menn í öðrum
löndum. Það var og trú manna erlendis, að illir andar gengju
lausir þessa nótt og gerðu allt það illt af sér, sem þeir gætu. Af
því kom sá siður að kynda bál á hólum og hæðum til varnar móti
þessum öndum.
Pétursmessa og Páls. Þann dag er sagt að Neró keisari hafi látið
lífláta þá árið 63. Pétur postuli var krossfestur á höfði eftir eigin
ósk, en Páll hálshöggvinn. Næsti dagur fyrir Pétursmessu og
Páls, var hinn forni þingreiðardagur íslendinga, svo sem sjá má á
Rimbeglu og víðar.
Sjö sofendur. Sá dagur er til minningar um sjö kristna bræður eða
vini, er uppi voru á dögum Decíusar keisara, er ofsótti mest
kristna menn um miðja 3. öld. Þeir voru dregnir fyrir keisarann
og hótað öllu illu ef þeir létu ekki af trú sinni. Keisarinn gaf þeim
dálítinn umhugsunartíma og fóru þeir þá í helli nokkurn nálægt
Efesusborg og lögðust til svefns. Þessu komst keisarinn að og lét
hlaða grjóti fyrir hellismunnann, en bræðurnir sváfu þarna í 200
ár og vöknuðu loks við það, að hjarðsveinn einn opnaði hellis-
munnann af tilviljun og nýtt loft streymdi inn á þá, þá fór yngsti
bróðirinn til borgarinnar að kaupa matvæli, en nú voru allir
borgarmenn orðnir kristnir og þegar þeir heyrðu söguna um
bræðurna, fór múgur og margmenni upp að hellinum að tala við
þá. Þeir lögðust skömmu siðar til svefns aftur og sofa þar enn til
dómsdags.
Maríumessa hin fyrri. Var haldin í minningu um himnaför Maríu.
Annars voru Maríumessur fjórar á ári. (Maríumessa hin síðari,
haldin í minningu um fæðingardag Maríu. Þá var Maríumessa
til minningar um Maríu offurgjörð. Og Maríumessa til minn-
ingar um getnað Maríu. Auk þess voru vitjunardagur Maríu,
Boðunardagur Maríu og Hreinsunarhátíð Maríu).
Pafransmessa. Lafrans hét réttu nafni Laurentíus, hann var einn
af allra fremstu dýrlingum kaþólsku kirkjunnar. Hann var uppi
93