Strandapósturinn - 01.06.1979, Qupperneq 96
á 3. öld og var erkidjákn og gjaldkeri hjá Sixtusi páfa öðrum.
Sixtus páfi leið píslarvættisdauða á ríkisstjórnarárum Valeríans
keisara árið 258. Lafrans neitaði að segja til þess hvar fjársjóðir
kirkjunnar væru fólgnir, en þeir voru eftir skipan Sixtusar gefnir
fátækum. Þremur dögum eftir lát Sixtusar var Lafrans tekinn og
látinn á pönnu og steiktur til dauða. Sagan segir, að hann hafi
boðið keisaranum að borða sig, þegar önnur hliðin var steikt og
hafi beðið um, að snúa sér á hina hliðina, þegar hliðin, sem hann
lá á væri orðin herramannsmatur. Lafrans var helguð helsta
kirkja á Norðurlöndum i fornöld, dómkirkjan í Lundi. Á íslandi
voru honum helgaðar með öðrum, Melakirkja í Borgarfirði og
Garðakirkja á Akranesi.
Seljumannamessa. Var mikill hátíðisdagur fyrrum á íslandi, en
einkum í Noregi, því þaðan er þessi hátíð upphaflega komin. Er
um það þáttur í Ólafs sögu Tryggvasonar (í Flateyjarbók), en
aðalatriðin úr þeim þætti eru á þessa leið: Sunnefa hét jarlsdóttir
ein á Irlandi, er ríki tók eftir föður sinn, kristin vel og fríð sýnum.
Heiðinn víkingur einn vildi neyða hana til að giftast sér, en hún
og bróðir hennar Albanus að nafni, tóku þá það ráð að flýja úr
landi með mikið lið og lentu við eyna Selju skammt frá Björgvin.
Þetta var á dögum Hákonar jarls hins ríka. Skamma stund höfðu
þau Sunnefa verið í eynni, þegar landsmenn kærðu þau fyrir
jarli, fór hann þá þangað með miklu liði, en þau Sunnefa gátu
enga mótstöðu veitt og tóku það ráð að fara í hella nokkra og
biðja guð að gera á einhvern hátt enda á lífi þeirra, hrundu þá
björg fyrir hellismunnann, en jarl fór við svo búið aftur. Nokkr-
um árum síðar, eða árið 995, fóru tveir bændur fram hjá eynni og
sáu þangað ljós mikið, þeir gengu á land og fundu þar manns-
höfuð óskaddað og lagði af sætan ilm. Þeir fluttu það með sér og
ætluðu að færa Hákoni jarli, en þegar þeir komu norður í land,
fréttu þeir að Ólafur Tryggvason var kominn til ríkis og fóru þá
til hans og færðu honum höfuðið. Konungur sá þegar að þetta
var heilags manns höfuð og skömmu seinna fór hann sjálfur og
Sigurður biskup hans til eyjarinnar og fundu þar líkama Sunn-
efu og margra annarra með öllu óskaddaða. Var þá tekinn upp
heilagur dómur hennar og settur yfir altari í kirkju, sem kon-
94