Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1979, Side 99

Strandapósturinn - 01.06.1979, Side 99
allraheilagramessu um 610, en látið hana vera 12. maí. Þessu breytti svo Gregor páfi þriðji árið 731 þannig, að messan var haldin 1. nóvember og var þá almenn hátíð um öll kristin lönd. 1 fornum bókum íslenskum er hátíðar þessarar mjög oft getið og má þar sjá að hún hefur verið stórhátíð hjá okkur. Til dæmis má nefna það, að í máldaga fyrir ferju á Ölfusá um 1200, er það tekið fram, að ferjumaður sé ekki skyldur að ferja þrjá daga á ári, Páskadag, Kirkjudag (það er vígsludag kirkjunnar, sem ferju- maður á kirkjusókn til) og Allraheilagramessudag. Fimm kirkjur á íslandi voru helgaðar „Öllum heilögum“. Mattheusmessa. Var helguð Mattheusi guðspjallamanni. Eftir uppstigningu Krists ferðaðist hann um Asíu og boðaði þar trú, en seinna fór hann til Eþíópíu í Afríku og þar beið hann píslar- vættisdauða. Af honum eru til tvær sögur á íslensku og prent- aðar í Postulasögum. Honum var helguð kirkja á Fagranesi. Marteinsmessa. Var mikil hátíð fyrrum og ein af þeim fáu þess kyns, sem héldu sér eftir siðaskiptin hjá alþýðu manna, einkum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Á íslandi hefur hún ekki verið neinn tyllidagur á seinni öldum. Marteinn sá, sem dagurinn er kenndur við, var fæddur árið 316, í borg einni i Ungverjalandi. Foreldrar hans voru heiðnir og faðir hans embættismaður róm- verskrar ættar. Var hann því sendur til Ítalíu til mennta og seinna tekinn í herþjónustu, þó að það væri mjög á móti skapi hans. Svo er sagt, að hann hafi eitt sinn verið með herdeild sinni á Frakklandi og hitt allsnakinn beiningamann, sem var að krókna úr kulda. Sneið Marteinn þá yfirhöfn sína í tvennt og gaf beiningamanninum helminginn. Næstu nótt á eftir dreymdi hann Krist, sem þá var kominn í kápuslitrin beiningamannsins og sagðist hafa fengið þau hjá Marteini. Sökum þess lét Mar- teinn af hermennsku og varð prestur. Eftir það sneri hann móður sinni og mörgum öðrum til réttrar trúar. Varð hann svo nafn- frægur af öllu þessu, að lagt var að honum að verða biskup í Tours í Frakklandi. Hann flýði þá í gæsakofa einn, til að komast hjá þessu, en gæsirnar komu upp um hann með ólátum og gargi 7 97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.