Strandapósturinn - 01.06.1979, Síða 99
allraheilagramessu um 610, en látið hana vera 12. maí. Þessu
breytti svo Gregor páfi þriðji árið 731 þannig, að messan var
haldin 1. nóvember og var þá almenn hátíð um öll kristin lönd. 1
fornum bókum íslenskum er hátíðar þessarar mjög oft getið og
má þar sjá að hún hefur verið stórhátíð hjá okkur. Til dæmis má
nefna það, að í máldaga fyrir ferju á Ölfusá um 1200, er það tekið
fram, að ferjumaður sé ekki skyldur að ferja þrjá daga á ári,
Páskadag, Kirkjudag (það er vígsludag kirkjunnar, sem ferju-
maður á kirkjusókn til) og Allraheilagramessudag. Fimm kirkjur
á íslandi voru helgaðar „Öllum heilögum“.
Mattheusmessa. Var helguð Mattheusi guðspjallamanni. Eftir
uppstigningu Krists ferðaðist hann um Asíu og boðaði þar trú,
en seinna fór hann til Eþíópíu í Afríku og þar beið hann píslar-
vættisdauða. Af honum eru til tvær sögur á íslensku og prent-
aðar í Postulasögum. Honum var helguð kirkja á Fagranesi.
Marteinsmessa. Var mikil hátíð fyrrum og ein af þeim fáu þess
kyns, sem héldu sér eftir siðaskiptin hjá alþýðu manna, einkum í
Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Á íslandi hefur hún ekki verið
neinn tyllidagur á seinni öldum. Marteinn sá, sem dagurinn er
kenndur við, var fæddur árið 316, í borg einni i Ungverjalandi.
Foreldrar hans voru heiðnir og faðir hans embættismaður róm-
verskrar ættar. Var hann því sendur til Ítalíu til mennta og
seinna tekinn í herþjónustu, þó að það væri mjög á móti skapi
hans. Svo er sagt, að hann hafi eitt sinn verið með herdeild sinni
á Frakklandi og hitt allsnakinn beiningamann, sem var að
krókna úr kulda. Sneið Marteinn þá yfirhöfn sína í tvennt og gaf
beiningamanninum helminginn. Næstu nótt á eftir dreymdi
hann Krist, sem þá var kominn í kápuslitrin beiningamannsins
og sagðist hafa fengið þau hjá Marteini. Sökum þess lét Mar-
teinn af hermennsku og varð prestur. Eftir það sneri hann móður
sinni og mörgum öðrum til réttrar trúar. Varð hann svo nafn-
frægur af öllu þessu, að lagt var að honum að verða biskup í
Tours í Frakklandi. Hann flýði þá í gæsakofa einn, til að komast
hjá þessu, en gæsirnar komu upp um hann með ólátum og gargi
7
97