Strandapósturinn - 01.06.1979, Side 101
getinn án syndar, svo yrði María líka að vera það. Þetta var
samþykkt á kirkjufundi í Buslaraborg (Basel) árið 1439. Skoðun
þessi náði þó aldrei verulegri fótfestu í kaþólskum löndum, nema
ef vera skyldi siðan 1854, því þá gerði Píus páfi níundi hana að
óbrigðulli kenningu.
Barnadagur er nefndur eftir börnunum í Betlehem, sem Heródes
lét drepa. Þau kölluðu kaþólskir menn „Blóm allra píslarvotta“.
Seinna varð þessi dagur að nokkurskonar ærslahátíð ungra
manna, sem fóru í prestabúning og létu allskonar skrípalátum
bæði í kirkjum og annarsstaðar þennan dag. Þó var þetta skoðað
sem barnaleikur og dagurinn því kallaður fíflahátíð.
Lúcíumessa. Af Lúcíu mey, er saga til á íslensku. Lúcía mey var
fædd í Sýrakúsu á Sikiley og lofaðist tignum aðalsmanni, sem lét
taka hana af lífi þegar hann komst að þvi að hún var kristin, það
var um árið 300. Samkvæmt gamla ríminu var talið, að á
Lúcíumessu væri lengst nótt og skemmstur dagur, samanber
gömlu rímvísuna „Lúcía nótt þá lengstu gefur,“ en samkvæmt
nútíma útreikningi eru sólhvörf, skemmstur dagur 21. des. og
munar það einni viku, sem sólhvörf færast fram. Eins er með
sólstöður og jafndægur vor og haust, að þau færast fram um eina
viku frá rímreikningi til nútímareiknings.
Jónsmessa Hólabiskups. Þessi dagur var helgaður Jóni Ögmunds-
syni biskupi á Hólum. Hann var einnig minningardagur hins
heilaga Georgs riddara, sem var að fornu dýrlingur Englend-
inga, hann var frægur riddara í Kappadosíu. Georg riddari drap
dreka mikinn, sem lá við að mundi eyða heila borg í Líbýjalandi
og heimtaði daglega mann framseldan til fórnar og urðu borg-
armenn að velja hann eftir hlutkesti, að síðustu dóttir konungs,
en Georg riddari frelsaði hana og drap drekann. Eftir það fór
hann til Spánar og var þar píndur og síðan höggvinn eftir skipun
landstjórans Dacíanusar, fyrir það, að hann vildi ekki fórna til
heiðinna goða. Á Englandi var hann aðal landhelgisvörður.
99