Strandapósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 108
Þessi kona varð nær því 100 ára gömul og var vinnukona alla
ævi.
Fimm sinnum hafði hún vistaskipti á svo langri ævi og sýnir
það vel hve hún hefur verið trygglynd og húsbændum hennar
líkað vel við hana.
Þessi kona hét Guðbjörg Sigurðardóttir. Ég hef reynt að tína
saman örfá brot úr æfisögu hennar og fara þau hér á eftir.
Guðbjörg Sigurðardóttir var fædd 12. des. 1848. Foreldrar
hennar voru Sigurður Jónsson sjómaður á Drangsnesi (aðrir
segja Guðmundsson vinnumaður í Kolbeinsvík) og Guðlaug
Ólafsdóttir frá Drangsnesi og Hafnarhólmi, Hafliðasonar,
Magnússonar í Hólum í Staðardal. Guðlaug giftist síðar Tómasi
Sveinssyni bónda í Heiðarbæ, síðar húsmanni í Húsavík. Sonur
Guðlaugar og Tómasar var Sigurður á Bólstað er drukknaði
þegar Helluskip fórst.
Guðbjörg ólst upp hjá móður sinni og stjúpa þar til hún var 15
ára, þá fór hún í vinnumennsku til séra Halldórs Jónssonar í
Tröllatungu og var þar í 20 ár, árið 1883 fór hún í vinnumennsku
að Hrófá til Magnúsar Guðmundssonar og Guðrúnar Orms-
dóttur. Sennilega hefur Guðbjörg farið að Vatnshorni árið 1885,
en þá flytja þau Magnús og Guðrún frá Hrófá að Þiðriksvöllum.
Guðbjörg réðist nú vinnukona til hjónanna Halldórs Einars-
sonar og Þórdísar Snæbjörnsdóttur er þá bjuggu á Vatnshorni í
Þiðriksvalladal, með þeim flytur hún að Gilsstöðum í Selárdal
árið 1891. Halldór drukknaði er Helluskip fórst 5. apríl 1894.
Guðbjörg var áfram hjá ekkju Halldórs er bjó áfram á Gilsstöð-
um til ársins 1899. (Þess má geta hér að Halldór og Þórdís voru
foreldrar Guðrúnar á Víðivöllum, en hjá Guðrúnu og Jóni
manni hennar dvaldi Guðbjörg lengstan hluta ævi sinnar.)
Þegar Þórdís hætti búskap á Gilsstöðum, fór Guðbjörg til
Magnúsar sonar síns og Jóns Þorsteinssonar föður hans er lengi
bjó á Gestsstöðum í Miðdal.
Arið 1908 ræðst Guðbjörg vinnukona til Jóns Jóhannssonar og
Guðrúnar Halldórsdóttur, Einarssonar og var hjá þeim til ævi-
loka, fyrst í Kálfanesi og síðar á Víðivöllum í Staðardal. Guð-
106