Strandapósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 114
menn til að flytja sig yfir Steingrímsfjörð, að Sandnesi. Frá
Sandnesi mun það hafa verið Ólafur Sigvaldason, síðar bóndi
þar, sem fylgdi Ölafi yfir fyrsta fjallgarðinn, Bjarnarfjarðarháls,
að Skarði í Bjarnarfirði. Snjór var allmikill og fóru þeir á skíðum,
en Ólafur læknir mun hafa verið lítt vanur þeim samgöngu-
tækjum.
Frá Skarði var Eyjólfur Bjarnason fenginn til að fylgja Ólafi
norður yfir Trékyllisheiði, er var lengst og erfiðust af fjallveg-
unum þremur er áður var um getið. Eyjólfur var mjög léttfær
maður til ferðalaga og má geta þess, að í mörg ár hafði hann
þann starfa á hendi, að gera við símalínuna er lá norður heiðina
og var þá ekki alltaf gott veður í þeim ferðum eins og að líkum
lætur, var hann því orðinn mjög vel kunnugur á heiðinni og því
varla hægt að fá öruggari og betri fylgdarmann.
Eftir að Ólafur læknir hafði hvílt sig nokkra stund á Skarði og
borðað var lagt af stað, báðir voru á skíðum því allmikill snjór
var á jörð og erfið færð. Eins og áður er sagt var Ólafur læknir lítt
vanur á skíðum og sóttist leiðin seinna af þeim sökum. Þegar þeir
komu nokkuð fram fyrir bæinn í Sunndal, datt Ólafur læknir á
skíðunum og snéri sig um öklann á vinstra fæti, en áfram var
haldið og sóttist nú leiðin enn seinna af þeim sökum. Er þeir
komu fram í heiðarbrekkurnar, sótti þorsti á Ólaf og ætlaði hann
að svala þorstanum með því að éta snjó, en Eyjólfur bannaði
honum það og taldi að hann ætti að vita það, sem læknir, að ef
menn færu að borða snjó við þorsta á ferðalagi, yrðu þeir mátt-
vana og gæfust upp.
Ólafur var nú orðinn mjög þreyttur af göngunni og svo fann
hann sárt til í öklanum, var hann því farinn að setjast niður og
hvíla sig öðru hvoru og alltaf styttist bilið á milli hvíldanna.
Eyjólfi var nú ekki farið að standa á sama, ef þeir yrðu að liggja.
úti á heiðinni, en veður var þannig að allhvasst var af norðri og
gekk á með dimmum éljum og allmikið frost. Hann fór nú að
reyna að herða á Ólafi, með því að segja honum hvað þeirra biði
ef hann reyndi ekki að halda áfram og svona þokuðust þeir
áfram þar til kom norður undir svokallað „Hraun“, en þegar
112