Strandapósturinn - 01.06.1979, Síða 115
komið er yfir hraunið fer að halla norður af niður til Reykjar-
fjarðar.
Þarna við hraunið lagðist Ólafur fyrir og sagðist ekki komast
lengra. Eyjólfur lét hann hvílast all-lengi, en sagði honum svo, að
ef þeir kæmust yfir næstu hæð, þá færi að halla undan fæti og
mun léttara að komast síðasta áfangann. Hann reisti nú Ólaf á
fætur og héldu þeir enn áleiðis, en það sá Eyjólfur að kraftar
Ólafs voru á þrotum, nú var bara að koma honum yfir hraunið,
eftir það yrðu einhver ráð með framhald ferðarinnar.
Þar sem snjóléttara var á hrauninu, tók Eyjólfur það til ráðs að
draga skíðin og styðja Ólaf, þetta bar þann árangur að eftir
langan tíma og margar hvíldir komust þeir yfir hraunið, en þá
var Ólafur alveg þrotinn að kröftum. Eyjólfur tók nú skíði
þeirra, batt þau saman eftir því sem hann best gat, lagði Ólaf á
þau og hugðist draga hann á skíðunum til byggða. Nú fór að
ganga betur, enda hallaði nú undan fæti.
Til Djúpavíkur kom hann svo um kvöldið, með Ólaf liggjandi
á skíðunum og mun hafa hrósað happi yfir að ekki fór verr en
áhorfðist.
ína Jensen tók á móti þeim með sinni alkunnu gestrisni og er
Ólafur hafði matast og hvílst um stund, var hann drifinn af stað
og farið með hann á vélbát yfir Reykjarfjörð, að Naustvík.
Eyjólfur gisti um nóttina á Djúpuvík, eitthvað hafði hann haft
orð á, að þetta kæmi hann þreyttastur af Trékyllisheiði og skyldi
engan undra það, því þarna vann Eyjólfur mikið þrekvirki, að
komast með læknirinn af heiðinni, um það voru allir sammála.
Um hádegisbil þennan dag, var Sveinn Guðmundsson á
Djúpuvík fenginn til að fara á móti Eyjólfi upp á heiðina og fór
hann alla leið inn fyrir ár, en það er inn fyrir miðja heiði, þar
beið hann lengi, en hélt svo til baka niður á Djúpuvík, taldi víst
að þeir Eyjólfur hefðu farið á mis og væru Eyjólfur og læknirinn
komnir norður af heiðinni, svo var þó ekki og þótti Sveini mjög
miður að svo hafði til tekist, ekki fór hann þó aftur af stað upp á
heiðina, því búist var við að Eyjólfur kæmi á hverri stundu.
Meðan á öllu þessu stóð, var haft opið símasamband milli
8
113