Strandapósturinn - 01.06.1979, Síða 117
jafnaði hann sig fljótt og hóf undirbúning að því að svæfa
sængurkonuna og taka barnið með töngum. Gísli, bóndinn á
Steinstúni var við svæfinguna og stjórnaði henni eftir fyrirsögn
læknis og ljósmóður, en ljósmóðirin aðstoðaði læknirinn, sem tók
barnið með töngum og gekk það eftir ástæðum bæði fljótt og vel.
Þá voru liðnir um það bil þrír sólarhringar frá því móðirin
veiktist. Þarna fæddist strákur er vóg 18 merkur og var 59 cm á
lengd, furðu sprækur og grenjaði mikið, en lækninum varð að
orði, þessi verður einhverntíma duglegur fyrst hann lifði þetta af.
Nokkru eftir að fæðingin var afstaðin, versnaði veðrið, skall þá
á norðan stórhríð svo læknirinn varð veðurfastur á Steinstúni í 4
daga, má segja að þar skall hurð nærri hælum, því hefði veðrið
skollið fyrr á, hefðu móðir og barn látið lífið og hefði það skollið á
meðan Ólafur læknir og Eyjólfur voru á heiðinni, hefðu þeir að
líkindum báðir orðið úti, minnstakosti Ólafur, en Eyjólfur hefði
aldrei yfirgefið hann fyrr en dauðan og þá óvíst hvort Eyjólfur
hefði náð til byggða.
Þegar veðrið lægði fékk Gísli á Steinstúni bát frá Hólmavík til
að sækja læknirinn norður á Gjögur, en þangað var farið með
hann á hestum.
Meðan Ólafur læknir dvaldi veðurfastur á Steinstúni, kynnt-
ist heimafólk honum betur og eftir þau kynni minntist það hans
með hlýhug og þakklæti.
Nóttina áður en læknirinn kom að Steinstúni, dreymdi hina
verðandi móður draum, sem varð henni til mikils hugarléttis í
þessum miklu þrautum hennar og fer draumurinn hér á eftir.
Henni þótti hún vera komin fram í eldhús og setjast þar á stól, er
var í horni við eldhúsborðið, þá sá hún að logaði ljós á kerti á
eldhúsborðinu, en ljósið flökti svo mikið, að við lá að það slokn-
aði, það var eins og dragsúgur léki um ljósið og gekk svo þrisvar
sinnum, að það var næstum því farið af kveiknum, þá finnst
henni að það megi all$ ekki slökkna svo hún bar hendina fyrir til
að hlífa því og bregður fingri undir kveikinn og réttir hann við,
logaði þá ljósið skært og rólega. Draumurinn var ekki lengri, en
hún réði hann þannig að barnið hennar myndi lifa. Þegar hún
var að vakna eftir svæfinguna, fannst henni að hún þyrði ekki að
115