Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 121

Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 121
nokkra daga og dó síðan með harmkvælum. Svona dauðdaga hljóta margir enn í dag án þess að neinir uppvakningar séu þar að verki. Menn verða bráðkvaddir og t.d. garnaflækja var ólæknandi þá en henni fylgdu miklar þjáningar. Á tímum hjá- trúar, myrkurs og þekkingarleysis þóttu svona dauðsföll óeðlileg og var þá gripið til þjóðtrúarinnar til að skýra þau. Annar þáttur í draugatrúnni voru afturgöngur. Þær urðu til með þeim hætti að menn dóu vofveiglega. Menn urðu úti á fjallvegum, skip fórust við land með allri áhöfn, eða fólki og þá helst unglingum var misþyrmt svo að þeir biðu bana af. Það átti að hafa verið eðli þeirra sem urðu úti á fjallvegum að vilja villa um fyrir vegfarendum eða leiða þá í sömu dauðagildru og sá framliðni hafði lent í. Á þessu geta verið ýmsar skýringar. Yfir- leitt kom þetta ekki fyrir nema menn væru einir á ferð, þreyttir af vökum og erfiði. Að sjálfsögðu hefur ferðamaðurinn leitt hugann að örlögum þeirra er orðið höfðu úti á þessari sömu leið og er þá nokkur möguleiki á að um ofskynjanir hafi verið að ræða. Einnig er sá möguleiki að þeir hafi búið söguna til því að almennings- álitið snerist þeim mönnum mjög til upphefðar sem komust úr slíkum mannraunum. Samskonar skýringar mætti gefa viðkom- andi skipshöfninni en einnig líka að í urðarfjöru þar sem brimið gengur hátt á land gætu stórir steinar með hvítum brimsogum á milli í svarta myrkri litið út eins og þar væru menn á ferð en ferðamaðurinn er þar var á ferð að hugsa um skipstapann er þar hafi orðið og sjálfsagt orðið nógu hræddur til þess að engin nánari athugun færi fram, heldur farið sem fljótast af staðnum. Um þær afturgöngur sem misþyrmt var í lifanda lífi eru aðrar skýringar nærtækar. Oftast var þetta fólk niðursetningar hjá efnabændum, en efnaðir bændur voru oft harðdrægir og óvin- sælir í sinni heimabyggð. Þó engin lög virtust ná til þeirra gagnvart svona óhæfuverknaði þá er freistandi að álykta að nágrannar hans hafi komið þeim orðrómi á kreik að hinn dauði fylgdi honum hvert fótmál og myndi fylgja ætt hans í nokkra ættliði. Ef efnabóndinn varð svo fyrir óhöppum eða slysi eða einhver honum náskyldur þá var hinni tilbúnu afturgöngu kennt um og þannig gátu þeir sem orðróminum komu á kreik að 119
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.