Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 121
nokkra daga og dó síðan með harmkvælum. Svona dauðdaga
hljóta margir enn í dag án þess að neinir uppvakningar séu þar
að verki. Menn verða bráðkvaddir og t.d. garnaflækja var
ólæknandi þá en henni fylgdu miklar þjáningar. Á tímum hjá-
trúar, myrkurs og þekkingarleysis þóttu svona dauðsföll óeðlileg
og var þá gripið til þjóðtrúarinnar til að skýra þau.
Annar þáttur í draugatrúnni voru afturgöngur. Þær urðu til
með þeim hætti að menn dóu vofveiglega. Menn urðu úti á
fjallvegum, skip fórust við land með allri áhöfn, eða fólki og þá
helst unglingum var misþyrmt svo að þeir biðu bana af. Það átti
að hafa verið eðli þeirra sem urðu úti á fjallvegum að vilja villa
um fyrir vegfarendum eða leiða þá í sömu dauðagildru og sá
framliðni hafði lent í. Á þessu geta verið ýmsar skýringar. Yfir-
leitt kom þetta ekki fyrir nema menn væru einir á ferð, þreyttir af
vökum og erfiði. Að sjálfsögðu hefur ferðamaðurinn leitt hugann
að örlögum þeirra er orðið höfðu úti á þessari sömu leið og er þá
nokkur möguleiki á að um ofskynjanir hafi verið að ræða. Einnig
er sá möguleiki að þeir hafi búið söguna til því að almennings-
álitið snerist þeim mönnum mjög til upphefðar sem komust úr
slíkum mannraunum. Samskonar skýringar mætti gefa viðkom-
andi skipshöfninni en einnig líka að í urðarfjöru þar sem brimið
gengur hátt á land gætu stórir steinar með hvítum brimsogum á
milli í svarta myrkri litið út eins og þar væru menn á ferð en
ferðamaðurinn er þar var á ferð að hugsa um skipstapann er þar
hafi orðið og sjálfsagt orðið nógu hræddur til þess að engin
nánari athugun færi fram, heldur farið sem fljótast af staðnum.
Um þær afturgöngur sem misþyrmt var í lifanda lífi eru aðrar
skýringar nærtækar. Oftast var þetta fólk niðursetningar hjá
efnabændum, en efnaðir bændur voru oft harðdrægir og óvin-
sælir í sinni heimabyggð. Þó engin lög virtust ná til þeirra
gagnvart svona óhæfuverknaði þá er freistandi að álykta að
nágrannar hans hafi komið þeim orðrómi á kreik að hinn dauði
fylgdi honum hvert fótmál og myndi fylgja ætt hans í nokkra
ættliði. Ef efnabóndinn varð svo fyrir óhöppum eða slysi eða
einhver honum náskyldur þá var hinni tilbúnu afturgöngu
kennt um og þannig gátu þeir sem orðróminum komu á kreik að
119