Strandapósturinn - 01.06.1991, Page 33
mörgum heldur mikið gert úr plágunni, og var talað um „ljós-
vakamýs“ í þessu sambandi.
Ymislegt. Þann 19. janúar 1991 voru liðin 100 ár frá stofnun
sparisjóðs Kirkjubóls- og Fellshreppa, og var afmælisins minnst
með kaffisamsæti í Sævangi 5. maí. 1 tilefni af afmælinu ákvað
stjórn sparisjóðsins að veita fjórum aðilum ljárstyrki, hvern að
upphæð kr. 125.000. Styrkina hlutu Hólmavíkurkirkja, Kolla-
fjarðarneskirkja, Björgunarsveitin Björg á Drangsnesi og Björg-
unarsveitin Dagrenning á Hólmavík. Auk þess gaf sparisjóðurinn
lestrarfélögunum í Kirkjubóls- og Fellshreppum bókagjafir. A
100 ára afmælinu námu innlán í sparisjóðnum um 100 milljónum
króna, og höfðu þá hækkað mikið frá því að Bogi Benediktsson
lagði inn fyrstu peningana, 19 krónur og 70 aura, þann 20. janúar
1891. Hagnaður á árinu 1990 var rúmar 5 milljónir króna og
eiginfjárhlutfall í árslok 1990 49%. í 100 ára sögu sjóðsins hefur
aldrei tapast svo rnikið sem ein króna í sambandi við útlán.
Þann 7. febrúar var haldinn stofnfundur Húsnæðissamvinnu-
félagsins Búseta á Hólmavík. Þetta var fyrsta félagið sinnar teg-
undar á Vestfjörðum, og jafnframt hið tólfta á landinu. Stofnfé-
lagar voru 31. Fyrsti formaður félagsins var kjörinn Haraldur S.
Svavarsson.
Sumardaginn fyrsta 1991 blakti danski fáninn við hún á Hólma-
vík, en þennan dag fengu Hólmvíkingar dönsk hjón í heimsókn
frá vinabænum Aarslev. Líklega hefur danski fáninn ekki sést á
þessum slóðum frá stofnun lýðveldisins.
Flngfloti Hólmvíkinga eyðilagðist þegar flugvélin TF-SWP
varð fyrir óhappi í flugtaki í Reykjarfirði nyrðri snemrna sumars.
Lendingarhjól vélarinnar munu hafa rekist í barð með þeim af-
leiðingum að vélin endastakkst og lenti á hvolfi. T veir menn voru í
vélinni og sluppu þeir nánast ómeiddir. Seinna um sumarið var
flotinn endurnýjaður með kaupum á svipaðri vél.
Hér verður látið staðar numið, enda orðin orðin mörg. Undir-
ritaður vill koma á framfæri þakklæti fyrir góðar móttökur, sem
þessir pistlar hafa notið, og látajafnframt í ljós þá ósk, að í þessum
línum sé að flnna einhvern fróðleik fyrir lesendur Strandapósts-
ins.
31